Skæðar lægðir?

Eftir frekar rólegt tímabil virðist órói framundan - að minnsta kosti í fáeina daga. Þegar þetta er skrifað er landsynningsstrengur á leið yfir landið - ekki svo mjög skæður en stormur samt á nokkrum stöðvum. Síðan snýst vindur á hefðbundinn hátt til suðurs og suðvesturs og svo virðist sem sá útsynningur eigi að verða nokkuð stríður - en ekki hefur mikið borið á útsynningi í vetur. 

Kortið gildir kl.6 á föstudagsmorgun og sýnir útsynninginn nokkurn veginn í hámarki - eða rétt að byrja að ganga niður.

w-blogg100316a

Ef trúa má hitatölunum verða él - en ekki skúrir - og gæti orðið blint í éljunum og nokkuð samfellt kóf á heiðavegum. En það hlýnar fljótt aftur því lægðin sem á kortinu er austur af Nýfundnalandi er á hraðferð í átt til landsins. Henni fylgir landsynningsveður á aðfaranótt laugardags. Aðaláhyggjuefnið er þó vestanáttin í kjölfarið. - En við sjáum hvað setur.

Svo er enn ein lægð í uppsiglingu - í hana sést alveg við jaðar kortsins neðst í vinstra horni. Reiknimiðstöðvar eru ósammála um afl hennar - en á þessu stigi málsins virðist hún varasöm - kemur á sunnudag eða sunnudagskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • halavedrid_pp
 • Slide8
 • Slide7
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.12.): 84
 • Sl. sólarhring: 118
 • Sl. viku: 2349
 • Frá upphafi: 1856939

Annað

 • Innlit í dag: 77
 • Innlit sl. viku: 1935
 • Gestir í dag: 70
 • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband