5.3.2016 | 23:24
Um sjávarhita í Grímsey (að undanförnu og áður)
Áður fyrr á árunum mældi Veðurstofan reglulega sjávarhita á nokkrum stöðvum í kringum landið. Danska veðurstofan (DMI) hafði einnig látið gera það á sinni tíð. Ýmislegt - þar á meðal einhvers konar sparnaður - varð til þess að þessar mælingar hættu og er svo komið að upplýsingar frá aðeins einni stöð berast nú til Veðurstofunnar með reglubundnum hætti. - Eitthvað mun Hafrannsóknastofnun hafa sinnt strandmælingum á síðari árum og heldur vonandi utan um þær.
Fyrir allmörgum árum var sjávarhitamælir tengdur veðurstöðinni í Grímsey og er byggt á þeim í því sem hér fer á eftir - sem og eldri mælingum frá staðnum.
Byrjað var að mæla sjávarhita í Grímsey 1874 og voru fyrstu tveir athugunarmennirnir þar ástundunarsamir. En frá 1933 flosnuðu mælingarnar upp að nokkru og mikið vantar í mæliröðina - þó eru sprettir. Um sögu sjávarhitamælinga Veðurstofunnar og DMI á Íslandi má lesa í ritgerð ritstjóra hungurdiska sem Veðurstofan gaf út 2003.
En mælingar eru nú gerðar í Grímsey og rétt að minna á tilveru þeirra. Við lítum á mánaðameðalhita þar á árunum 2014 og 2015/16.
Janúar og febrúar 2015 eru reyndar ekki með á myndinni. Hún ætti að skýra sig sjálf. Vetrarhitinn fór niður í um 2 stig í báðum tilvikum, en en töluverður munur er á sumarhita áranna tveggja. Í ágúst 2014 fór hann yfir 9 stig, en ekki nema um 7,5 stig það sem hæst var árið eftir (2015). Öll götin mæliröðinni gera samanburð við hefðbundin mælitímabil erfið, en við skulum þó reyna eitthvað.
Í öllum tilvikum er tímabilið frá mars 2015 til og með febrúar í ár, 2016, lagt til grundvallar. - Fyrst eru það síðustu tíu árin á undan (2005 til 2014).
Súlan lengst til hægri sýnir árið, en hinar einstaka mánuði. Sjávarhiti vetrarins liggur í meðaltali síðustu tíu ára, síðastliðið haust var lítillega hlýrra en meðaltalið, en vor og sumar kaldara, sérstaklega sumarið. Á kalda tímabilinu voru lofthitavikin reyndar enn stærri, lofthiti í júlí var t.d. -2,6 stigum undir meðallagi, en -1,8 undir því í sjónum.
En hvernig lítur þetta út miðað við fyrri tíma? - Nú verðum við að hafa í huga að óvissa er talsverð í mælingunum og ekki rétt að vera allt of ályktanafús.
Sýndur er samanburður við fjögur tímabil og er hann settur upp á sama hátt og á myndinni hér að ofan. - Myndin batnar og skýrist sé hún stækkuð.
Efst til vinstri er hiti síðastliðins árs borinn saman við hita áranna 1926 til 1932, en þá var sjór sérlega hlýr við Grímsey. Vikin minna á samanburðinn við síðustu tíu ár. Sjávarhiti er nú hærri en hann var að meðaltali bæði haust og vetur samanburðarárin, en sumar- og vorhiti lægri - mjög ámóta og fyrri myndin sýndi.
Þar fyrir neðan - neðst til vinstri er borið saman við sjö köld hafísár á 19. öld, 1882 til 1888. Síðastliðið ár var mun hlýrra í öllum mánuðum heldur en var á kuldatímanum.
Efst til hægri er borið saman við hafísárin svokölluðu, 1965 til 1971. Síðastliðnir 12 mánuðir hafa verið hlýrri en öll meðaltöl þeirra ára, sáralitlu munar þó í júlí og ágúst. Fara þarf aftur til júlí 2002 til að finna jafnkaldan júlímánuð og 2015 og aftur til 1998 til að finna jafnkaldan ágúst.
Síðasta myndin sýnir einmitt samanburð við síðustu sjö árin áður en sjávarhlýindin miklu hófust. Allir mánuðir síðastliðins árs hafa verið hlýrri í sjó í Grímsey heldur en meðaltal áranna 1991 til 1998, nema júlí og ágúst.
Við bíðum auðvitað spennt eftir sumrinu 2016 - en tökum aftur eftir því að nýliðnir janúar og febrúar voru í meðallagi síðustu tíu ára - og hlýrri en sömu mánuðir á öllum þeim tímabilum sem hér voru undir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 107
- Sl. sólarhring: 209
- Sl. viku: 1219
- Frá upphafi: 2464171
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 1042
- Gestir í dag: 91
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.