3.3.2016 | 23:10
Af stöðu 10-ára hitameðaltala
Á dögunum var á þessum vettvangi fjallað um stöðu 30-ára hitameðaltala einstakra mánaða. Niðurstaðan var sú að meðalhiti síðustu 30-ára hefði að undanförnu orðið hærri en vitað er um áður í 5 af 12 mánuðum ársins.
Nú er komið að ámóta samanburði fyrir 10-ára meðaltöl mánaðanna. Allar tölur úr mælingum í Stykkishólmi.
Lestur þessa pistils krefst sennilega nokkurrar athygli og jafnvel hugsunar - ekki víst að allir nenni að standa í slíku - ritstjórinn skilur það viðhorf - en þeir sem vilja lesa eru boðnir velkomnir.
Jákvæð gildi tákna að nýi tíminn hefur staðið sig betur hvað hlýindi varðar heldur en sá gamli. Ársmeðalhiti tíu ára (lengst til hægri) hefur orðið 0,4 stigum hærri nú en hann var hæstur áður. Átta mánuðir hafa toppað gamla tímann, en fjórir sitja enn eftir. Merkilegt er að það skuli vera haust og vor. Ekki munar miklu í september - en miklu í október - og ekki hefur maí staðið sig sem skyldi.
Fjórir mánuðir, mars, apríl, júlí og ágúst áttu sín hæstu tíu ár 2003 til 2012 - og árið sömuleiðis, janúar var hlýjastur á árabilinu 2006 til 2015, febrúar 2005 til 2014 og desember 2001 til 2010. Maí var hins vegar hlýjastur á árunum 1927 til 1936 (býsna langt síðan), september á árunum 1930 til 1939, október 1956 til 1965 og nóvember 1952 til 1961.
Lítillega hefur sem sagt kólnað síðan 2012 - sé miðað við 10-ára meðaltöl. En hversu mikið? Næsta mynd sýnir það.
Af myndinni sjáum við reyndar strax að september, október og nóvember hafa aldrei verið hlýrri á nýja hlýskeiðinu en einmitt síðustu tíu árin (munurinn á stöðunni nú og þeirri hlýjustu er núll). Þeir hafa því hlýnað á síðustu árum. Mest hefur kólnað í desember - enda toppaði hann á undan hinum mánuðunum.
Síðasta mynd pistilsins sýnir síðan muninn á stöðunni nú og hæstu stöðu gamla tímans.
Þrátt fyrir lítilsháttar kólnun eru fimm mánuðir (og árið allt líka) enn hlýrri en hlýjast varð á fyrra hlýskeiði.
Ekkert segir þetta okkur um framtíðina - hún er óráðin sem fyrr.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 125
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 1657
- Frá upphafi: 2457212
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 1508
- Gestir í dag: 96
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég er aðeins heftur í að grafa upp upplýsingar um þessi hitastig en hvernig lítur t.a.m. Litla Ávík (eða Strandirnar) út síðustu 10 ár (meðaltal) miðað við tímabilið 1978 - 1988 ? Tímabilið apríl - júli er það sem ég er að höggva eftir.
Ef horft er á meðaltal þessara tveggja tíu ára tímabila í samanburði við meðaltal sama tímabils síðustu þrjú ár, hvernig lítur það út?
kv.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.3.2016 kl. 23:31
Hef nákvæmt svar ekki á hraðbergi, en mér sýnist í fljótu bragði að þessi tími árs hafi síðustu 3 árin verið um 0,4 stigum kaldari í Litlu-Ávík en næstu tíu árin þar á undan, en um 0,8 stigum hlýrri en sömu mánuðir 1978 til 1988. En var athugað í Litlu-Ávík á fyrra tímabilinu heldur á Gjögri og athuganir þessara tveggja stöðva hafa ekki enn verið samræmdar. Athuganir á Gjögurflugvelli benda þó til þess að munurinn sé ekki mikill - en hann er einhver.
Trausti Jónsson, 4.3.2016 kl. 00:37
einsog tilfiníngin er. maí virðist hafa verið leiðinlegur slæmt fyrir skepnur. því skulum við vona að eðlilegur vetur þrátt fyrir nokkur stórviðri að vorið verði eðlilegt.því góðir vetrar virðast ekki þýða góð vor því miður. því vil ég heldur vetur jan-apríl maður þarf hvort sem er að géfa skepnum. heldur en vor í jan-apríl að fá vetur í apríl og maí er lít spenandi. ef veður hækkar um 2.gráður mun það þýða snjólausan vetur ef úr rætist þarf það að þýða mýnkun jökla skilst að jöklar hafi hækkað allra seinustu ár þrátt fyrir hitan því rigníng á láglendi gétur verið snjókoma á jöklum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.3.2016 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.