Hefði reiknast - hefði ekkert verið mælt

Enn einn nördapistillinn - þreyttum er bent í önnur hús. 

Eftir hver áramót reiknar ritstjóri hungurdiska hver hitinn í Reykjavík hefði reiknast - ef allar hitamælingar á Íslandi hefðu fallið niður á árinu. Til þess notar hann tvær aðferðir - báðar kynntar nokkuð rækilega í fornum færslum á bloggi hungurdiska. Sú fyrri giskar á hitann eftir þykktargreiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar - og notar til þess samband ársmeðalþykktarinnar og Reykjavíkurhitans undanfarna áratugi.

Þykkt ársins 2015 var með minna móti yfir landinu (kalt loft var ráðandi) - og segir að Reykjavíkurhitinn hefði ekki „átt að vera“ nema 4,0 stig, en reyndin var 4,5, eða 0,5 stigum yfir giski. Þessi munur er með meira móti.

Hin aðferðin notar stefnu og styrk háloftavinda og hæð 500 hPa-flatarins og er almennt talsverð ónákvæmari heldur en þykktargiskið. Svo vill til að þessu sinni að báðar aðferðir giska á sömu útkomu, úr háloftagiskinu kemur líka út talan 4,0 stig og munar því líka +0,5 stigum á því og rauntölunni. Samstaða sem þessi er óvenjuleg - en táknar ekkert sem slík. Háloftagiskið hefur nokkuð kerfisbundið skilað of lágum tölum síðan fyrir aldamót - ritstjórinn hefur giskað á (gisk-gisk) að orsökin geti verið ...

En 65 ára gagnasafn er í minna lagi til að hægt sé að draga stórar ályktanir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 348
 • Sl. sólarhring: 354
 • Sl. viku: 1894
 • Frá upphafi: 2355741

Annað

 • Innlit í dag: 325
 • Innlit sl. viku: 1749
 • Gestir í dag: 305
 • IP-tölur í dag: 304

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband