Smávegis úr fornveđurgeiranum

Fornveđurnörd gefa fréttaritinu Past Global Changes Magazine (Hnattrćnar umhverfisbreytingar á liđinni tíđ) alltaf gaum. Ţađ kemur út tvisvar á ári (og er á síđari árum ađgengilegt á netinu - leitiđ og ţér finniđ). Í desemberheftinu 2015 er fjallađ um eldgos og veđurfar í nokkrum stuttum fréttagreinum (vel vísađ í ítarefni). 

Margt ber á góma. Almenn inngangsgrein gagnrýnir alhćfingar og bendir á fjölmarga vankanta líkana ţeirra sem reyna ađ herma áhrif eldgosa á veđurfar - og ţađ sem nauđsynlega ţurfi ađ bćta áđur en viđ getum fariđ ađ treysta ţeim almennilega. Fleiri greinar benda svo rćkilega á ţessa vankanta međ dćmisögum úr nútíđ og fortíđ. Í ljós sé t.d. ađ koma ađ stćrđardreifing brennisteinsagna gosanna skipti verulegu máli varđandi áhrif ţeirra á veđurlag og ađ magniđ eitt í árlagi ískjarna segi ţví lítt um raunveruleg áhrif á heimsvísu - hvađ ţá stađbundiđ. 

Myndin sem ritstjórinn hefur valiđ hér er úr grein sem ber yfirskriftina „The history of volcanic eruptions since Roman times“ - Saga eldgosa frá tímum rómverja. Reynt hefur veriđ ađ stilla saman gögn frá Suđurskautslandinu og Grćnlandi til ađ negla betur niđur tímasetningu og stćrđ eldgosa. Bent er á ađ stćrđ margra gosanna sé í raun mjög illa ákvörđuđ međ brennisteinsmćlingum í ískjörnum á einum stađ - eđa jafnvel fleiri. Risagos sem mjög hefur veriđ til umrćđu upp á síđkastiđ (Samalaseldstöđin áriđ 1257) hafi ţannig líklega veriđ ofmetiđ í stćrđ. 

eldgos-past-global-changes2015-23-2

Efsta línurit myndarinnar sýnir brennisteinsmagn í tveimur grćnlandskjörnum - ártöl stćrstu atburđa merkt inn. Brennisteinshćđin seint á 20. öld er mannrćn (en er farin ađ lćkka). Meir en 100 gos hafa veriđ negld niđur - sé strikađ undir ártaliđ ţýđir ţađ ađ gosiđ hafi orđiđ í hitabeltinu. Neđsta línuritiđ sýnir ţađ sama úr kjörnum frá Suđurskautslandinu. - ţar gćtir ađallega hitabeltisgosa. Miđlínuritiđ (ţađ svarta) sýnir áćtlađan sumarhita í Evrópu - út frá trjáhringjum - sérlega köld sumur eru merkt ártölum - flest ţeirra virđast tengjast eldgosum. 

Fróđleg grein er um gosiđ í Tambóru 1815 og meinta vöntun trjáhringja. Fyrir nördin er ţar kannski markverđast ađ svo virđist sem ađ hćgt sé ađ nota mikinn geimgeislaatburđ (og C14-samsćtuhámark honum samfara) sem búiđ er ađ negla niđur í flestum heimshlutum á árin 774-775 sem fastan punkt. Ekki vita menn enn hvađ gerđist - helst er stungiđ upp á geimgeislahrinu eđa sérlega öflugu sólgosi (heldur óţćgileg hugsun ţađ). Einnig er í greininni fjallađ um ýmsar flćkjur varđandi veđurfarsleg áhrif gossins 1815, m.a. ađ líkanreikningar gefa til kynna mun meiri kólnun heldur en veđurvitni vitna um ađ hafi orđiđ. Hvernig má samrćma ţetta? 

Greinarstúfur fjallar um áhrif eldgossins mikla 536 á trjávöxt í Síberíu. Ţetta gos hefur veriđ illa stađ- og tímasett og sömuleiđis voru á sínum tíma vel ţekkt vandamál varđandi árlagatalningar í Grćnlandskjörnum á ţessum tíma - vonandi er mönnum ađ takast ađ ná utan um ţau vandamál. Kuldakast ţessara ára er taliđ eitt hiđ mesta á síđustu 2000 árum á norđurhveli - ţrátt fyrir ađ önnur brennisteinshámörk Suđurskautsíssins séu mun meiri (sjá myndina ađ ofan). Hvernig gat orđiđ svona kalt?

Í grein er komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ stór eldgos séu ógnun viđ fćđuöryggi heimsins. Í greininni kemur gosiđ (gosin) viđ Reykjanes milli 1220 og 1230 viđ sögu (hinn frćgi Sandvetur međ sínum nautadauđa í Svignaskarđi) og er taliđ hafa haft áhrif í Rússlandi, Austur-Asíu, Norđur-Afríku og á sléttum Norđur-Ameríku (trúum viđ ţví?) ásamt stóru eldgosi í Japan 1227 til 1230. 

Hinn ţekkti eldgosaveđurfarsfrćđingur Alan Robock varpar fram áleitnum rannsóknaspurningum til nćstu ára og spyr m.a. hvort og ţá hvernig Lakagígagosiđ 1783 hafi haft áhrif á eđa valdiđ hitunum miklu í Evrópu ţá um sumariđ. 

Fjallađ er um hnattrćn áhrif eldgosa á vatnshringrás andrúmsloftsins - en talsverđ tímabundin ţornun virđist fylgja stćrstu gosunum - en hér er mjög mörgum spurningum ósvarađ. Grein er um áhrif agnastćrđar á veđurfarsmćtti eldgosa og önnur um geislunareiginleika eldgosaars. 

Í lok heftisins er í frétt greint frá stofnun vinnuhóps um hlýskeiđ kvartertímans - í honum eiga menn ađ klóra sér í höfđinu og síđan reyna ađ skýra hvers vegna hlýskeiđin hafa veriđ jafn mismunandi og raun ber vitni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

volítiđ skrídin dreifíng  ef rétt er. skijst reindar ađ ţessi gos séu mestu hraungos svipuđ og í holuhrauni ţá hefur veriđ mjög misvindasamt á gosstöđunum ef ţetađ á ađ hafa dreifst svona.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 7.1.2016 kl. 14:42

2 identicon

Á tímum Rómverja hefur međalhiti á jörđinni líklega veriđ u.ţ.b. 1,5 gráđum hćrri en nú skv. Moggabloggsíđu Ágústs H. Bjarnasonar.

Skýringin á ţví ađ talsverđ tímabundin ţornun virđist fylgja stćrstu gosunum sýnist mér nokkuđ augljós. Rakamettun lofts hćkkar međ hćkkandi hita og lćkkar ţví međ lćkkandi hita, sem hefur ţví bein áhrif á vatnshringrás andrúmsloftsins. Ef loftslag kólnar vegna eldgosa, jafnvel bara tímabundiđ, ţá lćkkar rakamettun lofts sem leiđir ţví til talsverđar tímabundinar ţornunar. Um ţetta má lesa nánar á síđu moggabloggs vinar ţíns Vilhjálms Eyţórssonar en greinin heitir „Ađ flýta ísöldinni“.

En fyrst ađ menn gerast svo djarfir ađ skođa hitafar aftur fyrir hiđ heilaga mark 1870, vćri ţá ekki rétta viđmiđunartímabiliđ ađ skođa hitafar frá lokum síđasta jökulskeiđs núverandi ísaldar sem lauk fyrir um 11.000 árum? Ţá myndi bórealskur tími teljast međ en taliđ ar ađ ţá hefi međalhit á jörđinni veriđ um 4 gráđum hćrri en nú.

Ţorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráđ) 7.1.2016 kl. 20:24

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Á hungurdiksum hefur ítrekađ veriđ bent á ađ hlýindi á norđurhveli á fyrstu árţúsnundum nútíma eru ţví ađ ţakka ađ sól var ţá nćr jörđu á sumrin en nú er - stóra og litla árstíđasveiflan féllu ţá saman en voru ekki andstćđar eins og nú er. Ástćđur hlýinda síđustu áratuga og aldar eru allt ađrar. Ađ bera ţessar tvćr hlýindastöđur saman er ţví mjög villandi. Auk ţess er ekki (međ áherslu á orđiđ ekki) eingilt samband á milli hita og veđurfars í heiminum öllum - og enn síđur á einstökum svćđum. Ađ hugsa sér hlýindi svokallađs „bestaskeiđs“ nútíma og ţađ veđurfarsmynstur sem ţá ríkti sem eins konar mót (eđa analógíu) fyrir öll önnur hlýskeiđ - er líka villandi. Veđurfar breytist ekki (enn međ sérstakri áherslu á orđiđ ekki) eingilt međ hita. Ritstjóri hungurdiska er uppgefinn á slíkum alhćfingum - hvort sem ţćr koma frá svokölluđum „efasemdarmönnum“ eđa ţćr hrjóta af vörum ćstra „hlýnunarsinna“. Hvorir tveggja eru illa upplýstir um raunveruleikann - eđa í besta falli haldnir fljótfćrni.  

Trausti Jónsson, 7.1.2016 kl. 21:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 29
 • Sl. sólarhring: 82
 • Sl. viku: 1497
 • Frá upphafi: 2356102

Annađ

 • Innlit í dag: 29
 • Innlit sl. viku: 1402
 • Gestir í dag: 29
 • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband