5.1.2016 | 23:16
Af Reykjavíkurhita 2015 og síðustu 20 ár (rétt rúm)
Meðalhiti ársins 2015 í Reykjavík reiknast 4,54 stig (rétt tæplega það reyndar - en þrír aukastafir eru algjör ofrausn). Hér er miðað við kvikasilfursmæla á Veðurstofutúni - en hætt var að lesa af þeim um miðjan desember og ársmeðalhitinn 2015 því sá síðasti sem frá þeim kemur. Sjálfvirkir hafa nú tekið við. Ársmeðalhiti stöðluðu sjálfvirku stöðvarinnar reiknaðist 4,57 stig. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega ómarktækur munur milli stöðvanna (0,03 stig) - en lendir samt ekki á sama fyrsta aukastaf (4,5 og 4,6).
Önnur sjálfvirk stöð er líka á túninu - en inni í skýli (öðru en kvikasilfursmælarnir eru í). Hún er almennt kölluð búveðurfræðistöðin - skráir líka jarðvegshita. Svo vill til að hún bilaði þegar kvikasilfursmælaaflestrinum var hætt. Vonandi er sú tímasetning tilviljun (en ekki samúðarverkfall af hálfu stöðvarinnar) - en samt getum við reiknað ársmeðalhita. Þessi skýlisstöð segir að hann hafi verið 4,49 stig.
Þriðja sjálfvirka stöðin er svo niðri á flugvelli. Þar var ársmeðalhitinn 4,70 stig. Í Geldinganesi var hann 4,35 stig, 4,50 á Korpu og 3,80 á Hólmsheiði. Suður í Straumsvík var hann 4,60 og 4,87 á Skrauthólum á Kjalarnesi.
Þetta er - eins og áður er fram komið - kaldasta ár í Reykjavík síðan 2000, þá var hiti sá sami og nú, 4,52 stig - og líka sá sami 1999, 4,47 stig, 1995 var hann marktækt lægri en nú, 3,77 stig.
Lítum nú betur á þetta tímabil frá og með 1995.
Grái ferillinn sýnir 12-mánaða keðjumeðaltöl, kaldast á myndinni var tímabilið september 1994 til ágúst 1995, meðalhitinn 3,65 stig, en hlýjast var í september 2002 til ágúst 2003 þegar 12-mánaða hitinn fór í hina ótrúlegu tölu 6,61 stig, hefur svo tvisvar snert 6 stigin síðan, í nóvember 2009 til október 2010 og október 2013 til nóvember 2014.
Á myndinni má einnig sjá 5-, 10- og 30-ára meðaltöl (reiknuð frá mánuði til mánaðar). Bæði 5- og 10-ára meðaltölin hafa nú lækkað lítillega frá því þau voru hæst - því hitabylgjan á árunum 2002 til 2004 er komin út úr þeim. Þrjátíuára meðaltalið er hins vegar á uppleið (?) - Næst dettur 1986 út úr því - meðalhiti þess árs var ekki nema 4,13 stig og þarf 2016 að verða kaldara en það til þess að þetta meðaltal lækki. Aftur á móti var árið 1987 eitt það hlýjasta á kuldaskeiðinu, meðalhiti þá var 5,38 stig - þannig að 2017 verður að standa sig nokkuð vel ef 30-ára meðaltalið á að hækka enn frekar.
En framtíðinni er frjálst að hegða sér eins og henni sýnist - og á ábyggilega eftir að koma á óvart. Tímaraðapistlar hungurdiska gætu orðið fleiri á næstunni - endist þrek ritstjórans við áramótauppgjörin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 30
- Sl. sólarhring: 685
- Sl. viku: 2352
- Frá upphafi: 2413786
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 2170
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þá er það á hreinu. 2015 er ekki kaldasta ár aldarinnar hér í Reykjavík það sem af er öldinni. Árið 2000 var örlítið kaldara.
Já, 2000 tilheyrir 21. öldinni en ekki þeirri 20. eins og gefur að skila ... og Kaninn veit manna best!
Og allt stefnir í að kuldatímabilið sem hófst 2013 (með 2014 sem undantekningu) haldi áfram á þessu nýbyrjaða ári, því miður.
Hörku kuldaspá framundan, allt að -14 stiga frost hér í borginni um og eftir helgi.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 08:13
Maður verður þá bara að fallast á 4,5 stig fyrir Reykjavík þótt sáralitlu hafi munað að hægt væri að tala um 4,6 stig. Þetta er þá eins og gerðist árið 2013 sem mældist 4,9 stig en þá munaði mjög litlu að það næði 5,0 stigum og var þá eiginlega spurning um hvaða reikniaðferð var notuð ef ég man rétt. Þar með er eiginlega búið að lækka meðalhita tveggja af síðustu árum samanlagt um allt að 0,1 stig og ekkert við því að gera.
En þetta er allavega kaldasta árið það sem af er öldinni og lítil hætta á 14 stiga frosti í Reykjavík á næstunni.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.1.2016 kl. 13:10
Það er rétt Emil að nákvæm niðurstaða ræðst af reiknireglum - en þær eru eins og þær eru. Sé meðaltalið reiknað beint, sem meðalhiti allra daga ársins, verður niðurstaðan fyrir 2015 4,56 stig (4,6 með einum aukastaf) og 4,952 fyrir 2013 (og hækkar þar með í 5,0 í stað 4,9 sem reiknireglan (allir mánuðir jafnvægir) ræður. Kaldasta á á öldinni - já. Reikniöldin á Íslandi byrjar árið 2001 hvað sem hún gerir annars staðar - það er auðvitað hægt að ákveða (af menningarlegum ástæðum eða hverjum sem er) að sú fyrsta hafi aðeins verið 99 ár. Hefði önnur öld tímatalsins byrjað með árinu 100 hefði meðalhiti þeirrar fyrstu aðeins náð til 99 ára - árið 1 f.kr hefði orðið að teljast með til að ná 100 árum með í meðaltalið. Almanaksprelátar kaþólsku kirkjunnar gerðu ekki ráð fyrir að árið núll hafi verið til - þótt „afkomendur“ þeirra sjái kannski eftir því - þeim var frjálst að búa það til, en gerðu það ekki - það er bara staðreynd. Menningarleg aldamót geta mín vegna hafa verið 1999/2000 - deili ekki um slíkt - en við 100 ára-tal er miðað við 2000/2001 - við vonumst enn eftir „hitamælingum“ frá 1. öld. - Reykjavíkurspá evrópureiknimiðstöðvarinnar í dag fyrir bæði laugardag (9. janúar) og mánudag (11. janúar) er „krísuvíkurveik“ - og þar með allar spár á henni byggðar. Eins og venjulega nær veikin líka til fáeinna annarra bletta á landinu.
Trausti Jónsson, 6.1.2016 kl. 16:51
Ég held að Norðurlandabúarnir séu með þetta á hreinu (sem og allur almenningur hér á landi sem annars staðar í heiminum sem hélt upp á þúsaldarmótin kl. 0 á miðnætti aðfararnætur 1. janúar árið 2000) sem tala eins og Svíar um 1900-tallet og 2000-tallet (nittonhundrade- og sjugohundrade-tallet) og skýrir sig sjálft hvaða ár tilheyra hverju.
Svo mega menn alveg vera sérvitrir og besserwisserar fyrir mér.
Hitt er jafn ljóst að árið í ár ætlar að byrja eins og í fyrra, með kulda. Það sem bjargaði árinu 2013 frá að verða enn kaldara en raunin varð, var sú staðreynd að það byrjaði með miklum hlýindum tvo fyrstu mánuðina (rétt eins og hlýja árið 2014). Síðan kólnaði all hressilega í apríl og maí og því fór sem fór.
Það sem bjargaði árinu í fyrra (2015) frá því að vera það kaldasta síðan 1995 voru fjórir tiltölulega hlýjir sumar- og austmánuðir (júlí-október), sem veðurfræðingum fannst samt kaldir því þá var ekki rok og rigning.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu ári hvort sem fyrstu kuldaspár ársins séu dæmi um krísuvíkurveiki eða ekki. Merkilegt annars að Veðurstofan með alla þessa starfsmenn, og allt þetta fjármagn úr ríkissjóði, skuli láta "útreikninga" þessarar heimsku evrópureiknimiðstöðvar gegnsýra allar tölur hjá sér - og leiðrétta þær ekki.
Kannski væri því einfaldast að láta erlendu veðurstöðvarnar sjá um spána fyrir sig - og nýta allt fjármagnið sem fékkst fyrir sjónarspilið við Hóluhraun til að setja upp sjálfvirk mælitæki allt í kringum allar hugsanlegar eldstöðvar á landinu. Allur er varinn góður, sagði nunnan ... þótt það sé ekki veðurvari.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.