Nokkar tölur úr illviðrinu

Illviðrið nær býsna hátt á metingslistum - stormhlutfall dagsins í byggð var 69 prósent - sama og í illviðrinu 14. mars s.l. Meðalvindhraði sólarhringsins (í byggð) var meiri í mars, en hitti þá betur í daginn en nú, hæsta klukkustundarlandsmeðaltal landsins var nánast hið sama í veðrunum tveimur. Annars eru þetta eðlisólík veður.

Frést hefur af ársmetum 10-mínútna vindhraða á 15 stöðvum (vegagerðastöðvar taldar með) sem athugað hafa í 5 ár eða meira. Fara þarf yfir mælingar á ýmsum stöðvum - og rýna í hugsanlegar villur. Mesta hviða dagsins (séu mælingar réttar) mældist á Hallormsstaðahálsi 72,6 m/s og þar var einnig mestur 10-mínútna vindur 50,9 m/s - en þetta eru óstaðfestar tölur - höfum það í huga. Fárviðri (>32,6 m/s) mældist á 33 stöðvum - flestar þeirra á fjöllum og hálendi - en á láglendi í Æðey, á Fagurhólsmýri, Þyrli í Hvalfirði, við Markarfljót og á Kjalarnesi - við freistumst líka til að telja Hólmsheiði í Reykjavík til byggðastöðva. Nokkrar stöðvar duttu út - annað hvort vegna bilunar í mælum rafmagns- eða fjarskiptatruflana - það kemur í ljós.

En veðrið er ekki alveg búið þegar þetta er skrifað. 

En þökkum vakt Veðurstofunnar fyrir góðar og snarpar spár - takk krakkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru einhvers staðar upplýsingar um mesta loftþrýstifall á sólarhring á Íslandi? Sýnist þrýstingurinn t.d. í Reykjavík hafa fallið um ca 55 hPa frá fimm að morgni gærdags til fimm í morgun.

Þorbjörn Rúnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 08:19

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Mér er kunnugt um nokkur tilvik 60 hPa þrýstifalls á sólarhring hér á landi - en það er mjög óvenjulegt þannig að þetta nú er með því meira sem sést.

Trausti Jónsson, 8.12.2015 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 176
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 2555
  • Frá upphafi: 2434997

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 2266
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband