Mįnudagsillvišri (7.desember)

Eins og ritstjórinn er eilķflega aš taka fram eru ekki geršar vešurspįr į hungurdiskum - heldur ašeins fjallaš um vešur og vešurspįr. Vešurstofan (og ašrir til žess bęrir ašilar) sjį um spįrnar - taka ber mark į žeim. 

En hér veršur rżnt ķ nokkur misskiljanleg (jś, žaš mį lķka misskilja žau) spįkort. Öll eru śr sķšdegisrunu harmonie-lķkansins og gilda kl.21 į mįnudagskvöld.

Fyrsta kortiš sżnir sjįvarmįlsžrżsting (heildregnar lķnur), śrkomu (litafletir), hita ķ 850 hPa (strikalķnur) og vind (hefšbundnar vindörvar).

w-blogg061215a

Lęgšin er mjög djśp, hér er reiknaš nišur ķ 949 hPa ķ lęgšarmišju. Hér į aš taka eftir žvķ aš śrkomusvęšiš er alveg slitiš ķ sundur - mikil śrkoma er ķ noršaustanįttinni vestan viš lęgšina og sömuleišis į landinu sušaustanveršu, en žar į milli er hśn minni. Žetta er ekkert óvenjulegt žegar śrkomusvęši koma śr sušri - landiš slķtur žau ķ sundur. Vęntanlega er hrķšarvešur ķ noršaustanįttinni og sömuleišis ķ austanįttinni til aš byrja meš. 

Hér er settur sporbaugur um „eyšuna“ ķ śrkomusvęšinu. Žeir sem rżna ķ kortiš (žaš er stękkanlegt) munu taka eftir žvķ aš žrżstilķnur eru žar sķst žéttari heldur en annars stašar - heldur gisnari ef eitthvaš er - auk žess sem alls konar beyglur eru ķ žrżstisvišinu. Vindur er žó aš sjį mikill eša meiri en annars stašar. 

Žessi hegšan vindsins sést enn betur į kortinu hér aš nešan.

w-blogg061215b

Sporbaugurinn er nokkurn veginn į sama staš į myndunum. Hér mį sjį vindhraša lķkansins ķ 100 metra hęš yfir yfirborši. Athugiš aš žetta er meiri vindur heldur en er ķ 10 metra hęš hefšbundinna vindmęlinga - og tölur žvķ almennt hęrri en viš munum sjį ķ vešrinu. Žetta eru aušvitaš skelfilega hįar tölur - hęsta gildiš er meira en 48 m/s (10-mķnśtna mešalvindur). Tölur ķ litlum litakössum sżna lķklegar vindhvišur. 

Žegar spįkort fyrir klukkustundirnar fyrir og eftir eru skošuš (ekki sżnt hér) kemur ķ ljós aš vindhrašahįmarkiš innan sporöskjunnar viršist vera sérstök eining innan lęgšarkerfisins - tengd samskiptum skila žess og landsins sjįlfs. 

Žetta sést betur į nęstu mynd - sem er žversniš um vešrahvolfiš frį sušurjašri kortanna hér aš ofan (til vinstri į snišinu) noršur um til noršurjašars (til hęgri).

w-blogg061215c

Žaš žreytir sjįlfsagt flesta aš rżna ķ žetta. Litirnir sżna vindhrašann eins og įšur - sami litakvarši, vindörvar sżna vindįtt į hefšbundinn hįtt - en heildregnu lķnurnar sżna męttishitann. 

Hér sést vel aš ašalvindstrengurinn er ķ nešstu 2 km vešrahvolfsins (undir 800 hPa) - og hann liggur mešfram fjöllunum (grįu fletirnir). Snišiš liggur frį sušri til noršurs eins og įšur er sagt - og austanįttin blęs žvķ nokkurn veginn beint inn ķ myndina ķ vindstrengnum. Žaš er ekki aušvelt aš sjį jafnmęttishitalķnurnar - žrautseigustu lesendur ęttu žó aš geta séš aš 278K (Kelvinstig) - lķnan (ómerkt) hjśfrar sig sunnan viš Mżrdalsjökul - undir mesta vindstrengnum - žar rétt vestan viš liggja lķnurnar nįnast beint upp - en hallar sķšan upp į viš til hęgri, 288K er žannig ķ um 1 km hęš rétt sušur af landinu - en ķ meir en 2,5km yfir mišju landi. 

Giska mį į (įgiskun aš vķsu - ritstjórinn reiknar svona nokkuš ekki śt ķ hausnum) aš žessi stķfla (hlżja loftiš ryšst hrašar aš en žaš kalda nęr aš hörfa) bęti 10 til 15 m/s viš vindinn - sem er ekki bśinn aš nį fullum tengslum viš örar breytingar žrżstisvišsins - hann missir fótanna.

 

Žetta mį lķka sjį į nęstu (klįm-)mynd - (hśn er einungis fyrir fulloršna).

w-blogg061215d

Hér mį sjį śr- og ķstreymi ķ 950 hPa-fletinum. Ķ grófum drįttum mį segja aš ķ śrstreyminu (rautt) sé loft aš missa fótanna - meira fer burt en kemur ķ stašinn - ķ ķstreyminu er einhver fyrirstaša - meira safnast fyrir en fer burt. Nešst ķ vešrahvolfinu fara aš jafnaši saman śrstremi og nišurstreymi - en ķstreymi og uppstreymi. Uppi er žessu aš jafnaši öfugt fariš. [Takiš eftir oršunum „aš jafnaši“ - žeim er ętlaš aš bęta fyrir ónįkvęmni ritstjórans]. Viš sjįum vel af lögun śr- og ķstreymisflekkjanna aš landiš ręšur miklu um legu žeirra. 

Nś - spurningin er svo aušvitaš hvort žetta kalda loft verši žarna žegar rįšist veršur į žaš? Sleppur žaš kannski burt įšur? Į žessu smįatriši hangir spį um ofsavešur eša fįrvišri - jś, žaš er alveg efni ķ 20 til 25 m/s hvort sem kalda loftiš veršur til stašar eša ekki - en žessir 10 til 15 m/s til višbótar sem gera eiga vešriš óvenjulegt hanga alveg į žvķ (alveg er kannski fullsterkt orš - en lįtum žaš hanga). 

En fleira er žaš en vindurinn sem gerir žetta vešur leišinlegt - blotar ofan ķ mikinn snjó eru aldrei skemmtilegir - muniš t.d. aš tryggingar nį illa til vatnstjóns aš utan. Svo er annar vindstrengur tilheyrandi lęgšarmišjunni - ķ kringum hana sjįlfa er snarpur vindur - af sušaustri, sušri og sušvestri. Sušvestanįttin gęti oršiš strķš og ęst upp sjó undir morgun į žrišjudag - séu spįr réttar. 

En lįtum žetta duga - og muniš enn aš hér er engu spįš - viš fylgjumst meš Vešurstofunni. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Valdimar Samśelsson

Žakka Trausti.

Ég fór ķ Norsku spįnna žar sem žessi kort eru hręšilega hręšandi. Noršmenn eru meš skiljanlegri kort af vešurfarinu og skil ég ekki hversvegna žaš er veriš aš koma meš svona kort ķ sjónvarpiš. Ég skil heldur ekki hversvegna vešurstofan notar śtlenda žuli vegna vešurfrétta ķ śtvarpinu. Einhver sagši mér aš góšri vešur fréttalesara var sagt upp en uppśr žvķ kom žessi śtlendingur sem les eins of Fęreyingur. Er žetta partur aš žvķ aš viš vorum gerš aš Fjölmenningažjóšfélagi įn okkar vitundar og hver į rétt į aš tala į sķnu mįli.Takk fyrir alla žętti žķna hér.

Valdimar Samśelsson, 7.12.2015 kl. 10:44

2 identicon

Sęll. 

Fyrir hvaš stendur hpa? Hectopascal? 

Og žį žrżsting į hvaša yfirborš? 

Er aš reyna aš glöggva mig į žessu.

Siguršur (IP-tala skrįš) 7.12.2015 kl. 23:40

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (27.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 327
 • Sl. viku: 1844
 • Frį upphafi: 2357237

Annaš

 • Innlit ķ dag: 4
 • Innlit sl. viku: 1723
 • Gestir ķ dag: 4
 • IP-tölur ķ dag: 4

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband