21.11.2015 | 02:10
Að mörgu að hyggja
Óvenjuhlýtt loft verður yfir landinu um helgina - en þar sem vindur er yfirleitt hægur er ekki sjálfgefið að kalda, þunga, loftið næst jörðu yfirgefi svæðið. Jú, þar sem það getur streymt niður í móti og út á sjó kemur hlýtt loft að ofan í stað þess. Að spá um hita á einstökum stöðum er mjög erfitt. Síðdegis þegar ritstjórinn ók um Kjalarnes var -5 stiga frost á stöð Vegagerðarinnar við Móa - en við Skrauthóla var komið í +1 stigs hita og utar á nesinu mígrigndi. Þetta er alveg sérlega varasamt veðurlag því hálka getur myndast skyndilega - og verið þar sem engin virðist.
En við skulum líta á nokkur kort og sjá hvernig vandinn birtist. Fyrst er eitt sem sýnir sjávarmálsþrýsting og mættishita í 850 hPa fletinum á sunnudagsmorgunn (22. nóvember) kl. 6. Mættishiti lofts er sá sem við myndum mæla ef við gætum dregið það óblandað niður í 1000 hPa (nærri sjávarmáli).
Litirnir sýna mættishitann. Þeir sem rýna í kortið munu sjá töluna 23,6 stig yfir Hornströndum. Já, ef við gætum náð loftinu í 1400 metra hæð óblönduðu niður til sjávarmáls yrði það 23,6 stiga heitt. Slíkt er auðvitað óskhyggja - og sérstaklega í hægum vindi. Við skulum líka taka eftir lægðinni kröppu suður af Grænlandi. Loftið í henni er komið langt úr suðri - kortið sýnir mættishitann 27,1 stig suður af lægðarmiðjunni.
Vert er að fylgjast með þessari lægð - en reiknimiðstöðvar eiga ekki létt með að höndla hana - meir um það hér síðar.
Næst er það spákort harmonie-líkansins um hita í 2 m hæð á landinu á sunnudag kl.6 - sama tíma og kortið hér að ofan sýnir.
Hér má sjá tilraun líkansins til að segja okkur hvar kalda loftið þrjóskast við. Vel hefur gengið að losna við það um landið norðvestanvert - enda er vindur þar einna mestur - 9 stiga hiti á Hornbjargsvita. En kuldinn liggur víða - frost er á bláu svæðunum og meira að segja má sjá meir en -10 stiga frost á blettum á hálendinu - en í niðurstreyminu norðan Vatnajökuls er 6 stiga hiti í Kverkfjöllum.
Förum næst upp í 100 metra hæð í líkaninu - alls staðar 100 metra yfir yfirborði landsins - hvort sem er á láglendi eða hálendi.
Hér eru frostsvæðin miklu minni umfangs - berið t.d. saman hita kortanna í Skaftafellssýslu - þau gilda á sama tíma. Hitinn í Kverkfjöllum er 12 stig. Eins og augljóst ætti að vera er varla hægt að ætlast til þess að líkanið hafi alls staðar á réttu að standa í stöðu sem þessari - hitinn sveiflast mikið bæði lárétt og lóðrétt - blöndun er afleit í allra neðsta laginu.
Þessi vandræði ná ekki aðeins til hitans heldur einnig til raka - kortið hér að neðan sýnir rakaspá líkansins kl. 18 á morgun, laugardag 21. nóvember.
Rakastigið við Faxaflóann er hátt í 100 prósent - í skýlausu veðri (megi trúa líkaninu) - skyldi verða þoka? Í 700 metra hæð (925 hPa) ríkir þurra loftið - eins og sjá má á kortinu hér að neðan.
Skraufþurrt loft er yfir Flóanum - á Esjutindi. Neðsta lagið liggur óblandað rakt hráslagalegt - en kannski þó nægilega þurrt til að þoku sé forðað - ekki veit ritstjórinn neitt um það.
En að lokum er gervihnattamynd sem fengin er af vef kanadísku veðurstofunnar. Myndin er frá því um miðnætti á föstudagskvöld (20. nóvember).
Við sjáum Atlantshaf, allt frá Íslandi í norðri og langleiðina suður að miðbaug. Skýjakerfi er á hraðri austurleið yfir Grænlandi (hlýja loftið okkar) - sunnan Grænlands er skýlítið svæði þar sem er óvenjumikil hæð - líka á leið til austurs. Þar sunnan við er mikið skýjakerfi - sannkallaður hroði - það bíður færis að skjótast á móts við heimskautaröstina um leið og hæðarhryggurinn er kominn hjá.
Nú er spurningin hversu mikið af þessu suðræna lofti kemst norður - og ræður það afli lægðarinnar sem við sáum sunnan Grænlands á fyrsta kortinu hér að ofan - kannski lokast fyrir sunnanloftið aftur - þannig að lítið sleppur norður - ?
Það er að mörgu að hyggja um helgina.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.