Fyrirgjöf (eša öllu heldur fyrirgjafir)

Ef trśa mį reiknimišstöšvum veršur vešurlag nęstu vikuna į N-Atlantshafi nokkuš ólķkt žvķ sem veriš hefur. Fyrst lķtum viš til baka.

w-blogg261115a

Kortiš sżnir mešalįstand sķšustu tķu daga. Heildregnar lķnur sżna mešalhęš 500 hPa-flatarins, strikalķnur mešalžykkt og litir vik žykktarinnar frį mešaltali įranna 1981 til 2010. Žykktin męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs og vik hennar sżna afbrigši hitafars mjög vel.

Ķ reynd hefur vešur veriš mjög breytilegt - en kortiš sżnir samt óvenjuleg hlżindi yfir Sušur-Gręnlandi og žar vestur af - en fremur kalt hefur veriš ķ vestanveršri Evrópu. Yfir Ķslandi hefur hiti žessa tķu daga veriš ekki svo fjarri mešallagi. Mešalvindįtt ķ hįloftunum hefur veriš śr noršvestri hér į landi. 

Nś į aš verša mikil breyting.

w-blogg261115b

Žetta kort gildir frį og meš deginum ķ dag (fimmtudag 26. nóvember) fram til sunnudags 6. desember. Miklum kulda er nś spįš žar sem einna hlżjast var į fyrra korti. Neikvęša žykktarvikiš viš Sušur-Gręnland er meira en -140 metrar - hiti ķ nešri hluta vešrahvolfs er meir en 7 stig undir mešallagi. Žaš er nokkuš mikiš fyrir 10 daga. 

Kuldinn aš vestan teygir sig til Ķslands - sjįlfsagt er hann aš einhverju leyti kominn śr noršri ķ nešsta hluta vešrahvolfsins. Žeir sem sjį vel (og stękka kortiš) taka eftir žvķ aš jafnžykktarlķnurnar (žęr strikušu) liggja mjög žétt austan Gręnlands - undir mjög gisnum jafnhęšarlķnum į sömu slóšum. Žetta segir sögu af mjög mikilli noršanįtt žarna undir. 

Hér er aušvitaš um mešalįstand aš ręša og vešur einstaka daga veršur allt annaš (fyrir utan žį sjįlfsögšu stašreynd aš spįin getur brugšist). En - verši žetta raunin er hér komin staša sem fyrirsögn pistilsins vķsar til: Kalt loft śr noršvestri streymir śt yfir Atlantshaf - knattspyrnumašur hleypur įtt aš marki og bķšur fyrirgjafar śr hlišarspyrnu śr sušri. Hitti hann boltann veršur til snörp og jafnvel grķšardjśp lęgš meš tilheyrandi illvišri - hann skorar. 

Ķ hįdegisspį evrópureiknimišstöšvarinnar mį sjį margar slķkar lęgšir myndast nęstu tķu daga. Flestar eiga žęr reyndar aš fara hjį fyrir sunnan land, žannig aš Bretland og sunnanverš Skandinavķa verši ašallega fyrir höggunum - en reyndin er sś aš margra daga reikningar rįša illa viš stöšur sem žessa hvaš einstakar lęgšir varšar. 

Sunnanhlżindin eiga uppruna sinn ķ žrżstiflatneskju hlżtempraša beltisins žar sem rakažrungnir bakkar (hvarfbaugshroši) sveima um ķ hįlfgeršu išjuleysi og tilviljun ein viršist rįša hvort og hvenęr heimskautaröstin hśkkar žį upp į hringekjuna. 

Svona veršur stašan į sķšdegis į laugardag (ef trśa mį).

w-blogg261115c

Viš sjįum kalda noršvestanįttina milli Gręnlands og Labrador vel - og sömuleišis žrungiš śrkomubelti liggja til noršausturs austan Nżfundnalands - en žaš er eins og fyrirgjöfin śr sušri hitti ekki alveg į noršvestanįttina (hvarfbaugshrošinn bķši nęstu umferšar) - en į sunnudag veršur boltinn kominn austar og annaš spark žį mögulegt - upprunniš ķ noršanįttinni strķšu noršan Ķslands. 

Spįr eru langt ķ frį sammįla um hversu snarpt sunnudagsillvišri Bretlands og Danmerkur veršur - allt frį engu upp ķ tjónastorm. - Svo segir tķu daga mešalkortiš okkur aš sóknin haldi įfram af miklum žunga nęstu vikuna. - Verša einhver mörk skoruš?


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (16.4.): 214
 • Sl. sólarhring: 252
 • Sl. viku: 1993
 • Frį upphafi: 2347727

Annaš

 • Innlit ķ dag: 187
 • Innlit sl. viku: 1719
 • Gestir ķ dag: 181
 • IP-tölur ķ dag: 175

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband