Snarpt kuldakast

Reiknimiðstöðvar eru nú að verða sammála um að mjög kalt heimskautaloft nái til landsins í vikunni - en líkur benda helst til þess að það standi ekki lengi við. 

Í dag - sunnudaginn 15. nóvember er víða mjög kalt í hægum vindi inn til landsins en hlýrra við strendur og þar sem vind hreyfir. Ofan við er loft ekki sérlega kalt og á morgun - mánudag 16. nóvember á hiti að verða rétt undir meðallagi í neðri hluta veðrahvolfs.

Spákort evrópureiknimiðstöðvararinnar sem við sjáum hér að neðan gildir kl. 18 síðdegis á mánudag.

w-blogg151115-2a

Heildregnu línurnar sýna þykktina - en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Talsverður þykktarbratti er yfir landinu - munar ríflegum 80 metrum á Suðausturlandi og Vestfjörðum - um 4 stigum. Talan í kassanum við Austfirði sýnir vik þykktarinnar yfir landinu miðju frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Vikið er -20 metrar. Það er ekki fjarri -1°C. Ekki svo kalt það. 

Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum (í um 1200 metra hæð) (kvarðinn batnar sé kortið stækkað). Yfir miðju landi er hann um -5°C, sú tala er til hægðarauka sett í kassa vestur á Grænlandshafi. 

Til þriðjudags lækkar þykkin nokkuð (sjá næsta kort).

w-blogg151115-2b

Hér er þykktin orðin um -100 metrum undir meðallagi, samsvarar um -5°C og hitinn í 850 hPa kominn niður í -11°C, algeng tala í nóvember. Þykktin er hér um 5180 metrar yfir miðju landi sem er líka algengt í nóvember og varla hægt að tala um alvarlegt kuldakast enn. 

En svo gerist það. - Kuldapollur úr norðri ryðst norðan úr höfum - reyndar eru stóratburðir yfir Ameríku sem stugga við honum - og kemur hann beint suður yfir landið á miðvikudag og fimmtudag - og fer síðan og plagar Breta og V-Evrópu verulega dagana þar á eftir. 

Spáin fyrir fimmtudag er ansi grimm - miðað við nóvember - og viðbúið að reiknimiðstöðin sé ekkert að skafa utan af því - en hún gæti alveg haft á réttu að standa - hvað vitum við?

w-blogg151115-2c

Hér er komið -18 stiga frost í 850 hPa-fletinum og þykktin niður í 5000 metra, -280 metrum undir meðallagi nóvembermánaðar - eða -14 stigum undir meðallagi. Við bíðum þess að spáin staðfestist frekar áður en við förum að tala um met - það er varla tímabært. 

En - svo á þetta að taka fljótt af - sé eitthvað að marka reikninga. Við lítum að lokum á spána fyrir laugardag (aðeins 2 dögum eftir kuldann hér að ofan).

w-blogg151115-2d

Hiti í 850 hPa kominn í +2 stig - +7 ofan meðallags og þykktin komin +180 metra (9 stig) upp fyrir meðallagið - sannkallaður rússibani.

Fáum við svo að sjá þetta raungerast? Eða er þetta bara leikur í líkanheimum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 2343262

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 454
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband