Forvitnileg staða (fyrir stöku nörd)

Þetta kann að virðast véfréttarkennt - (að sögn er véfréttamennska í uppáhaldi hjá ritstjóra hungurdiska) en lítum á sjávarmálsspá hirlam-líkansins sem gildir kl. 6 í fyrramálið (sunnudag 15. nóvember). 

w-blogg151115a

Lægð er vestur af Bretlandseyjum. Hún er nokkuð einkennileg að því leyti að þrátt fyrir að vera mjög dýpkandi er engin úrkoma í miðju hennar í spánni. Rauða örin bendir á þetta svæði - breiður hlýr geiri, en engin úrkoma þar sem hann nær lengst í átt að kalda loftinu - fyrr en hinu megin við lægðarmiðjuna - þar er allmikill úrkomuhnútur. Rétt sunnan við hann er nokkuð snarpur kuldapollur. 

Þetta sést vel á gervihnattarmynd frá því kl. 1.

w-blogg151115b

Örvarnar benda um það bil á sömu staði. Úrkomusvæðin þrjú sjást öll vel - sömuleiðis niðurstreymissvæðið við rauðu örina. Ritstjórinn var búinn að lofa sjálfum sér því að verða ekki langorður um þetta - og ætlar að standa við það - en hlýi hluti kerfisins er leifar fellibylsins Kate - sem varð svosem aldrei stór. Þessar leifar mæta hér köldu lofti úr norðvestri og gefa möguleika á mikilli dýpkun. 

Myndanörd (séu þau til) ættu gleðjast yfir þessari mynd - rétt eins og ritstjórinn - sem er reyndar ekki í allt of góðu skapi vegna ýmissa hiksta á aðgengi gagna í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

athiglisverð staða laugardagin kemur sínist hæðin sé farin í sumarfrí til spánar verði hún þar sem leingst. boðar hlíindi í bili ef af verður

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 2343312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 361
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband