Ţarf eina lćgđ enn - til ţess ađ hann kólni ađ marki

Nú er hann genginn í norđanátt - sem ekki er ţó sérlega köld. Landsmeđalhiti í dag (fimmtudag 12. nóvember) var nćrri međallagi síđustu tíu ára - og á ekki ađ lćkka mikiđ - strax. 

Kortiđ sýnir stöđuna síđdegis á laugardag. 

w-blogg131115a

Lćgđin sem plagar austlendinga á morgun - föstudag - er ţá komin austur til Noregs - en ţađ er nýja lćgđin vestur af Bretlandseyjum sem gćti dregiđ međ sér (eđa étiđ) háloftakerfin tvö sem nú tefja framrás norđanloftsins til okkar. Í einhverjum skilningi er lćgđ ţessi leifar fellibylsins Kate. 

Háloftakerfin tvö sem rćtt er um er hćđarhryggur fyrir norđan land - kalda loftiđ kemst ekki greiđlega framhjá honum ţar sem hann er - gćti kannski laumast undir - og köld háloftalćgđ á Grćnlandshafi sem beinir lofti úr suđaustri yfir landiđ. Ţótt ţetta loft sé frekar kalt - er ţađ ekki nćrri nógu kalt til ţess ađ teljast til vetrarsveitanna höggţungu. 

En lćgđin á kortinu hér ađ ofan á ađ dýpka og valda allhvassri norđaustanátt hér á land á mánudag. 

Viđ skulum líka líta á 500 hPa-kortiđ sem gildir á sama tíma (síđdegis á laugardag).

w-blogg131115b

Heimskautaröstin er hér fyrir sunnan land - og viđ ţví tćknilega í kalda loftinu - svölu haustlofti. En ef lćgđin á Grćnlandshafi dregst til austurs fyrir sunnan land - og hćđin eyđist gćti orđiđ til greiđ leiđ til suđurs yfir Ísland fyrir vetrarloftiđ - en ekki fyrr en í fyrsta lagi seint á ţriđjudag en líklega enn seinna - og hugsanlega ekki. - En ţar sem evrópureiknimiđstöđin og bandaríska veđurstofan virđast í ađalatriđum sammála um innreiđ vetrarins skulum viđ trúa - í bili - en áskiljum okkur rétt til ađ skipta um skođun (viđ erum alltaf ađ ţví hvort eđ er. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svalt haustloft? Ţađ snjóar nú yfirleitt ekki á haustin, né ađ ţađ frysti um allt land. Ég finnst ţví kominn tími til ađ hćtta ţessu haust-tali og sćtta sig viđ ţađ ađ veturinn sé kominn. Ţađ er frost í kortunum eins langt og spár ná og úrkoman sem fellur verđur snjór.

Hálkan á götum, gangstéttum og hjólastígum austurborgarinnar segir okkur ađ nú er vetur en ekki haust!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 13.11.2015 kl. 09:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ónei Torfi ţađ er sumar,sólin skýn og brćđir alla hélu.-- 

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2015 kl. 14:16

3 identicon

 Sólin skín er ţađ ekki?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 13.11.2015 kl. 17:20

4 identicon

Er hvíta vetrarlega úrkoman í Öskjuhlíđinni ekki örugglega snjór Trausti?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 13.11.2015 kl. 22:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.10.): 57
 • Sl. sólarhring: 386
 • Sl. viku: 2360
 • Frá upphafi: 1842223

Annađ

 • Innlit í dag: 46
 • Innlit sl. viku: 2118
 • Gestir í dag: 46
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband