Stórar og blautar - en ekki mjög krassandi lægðir

Miklar lægðir reika nú um Atlantshafið - en virðast varla ætla að valda umtalsverðum leiðindum. Nokkuð snörp lægð á að vísu að fara norður með Austurlandi annað kvöld (föstudag) - en vindbelgingurinn virðist aðallaga ætla að halda sig austan við hana - en ekki inn á landinu. 

Þegar þessi lægð fer hjá snýst vindur til norðurs og síðar vesturs um meginhluta landsins - samfara þessu á að kólna - en varla að nokkru gagni - (eða ógagni).

Kortið sýnir hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum síðdegis á laugardag (7. nóvember).

w-blogg061115a

Aðallægðin er komin norðaustur fyrir land og leggur lægðardag til vesturs með norðurströndinni - eitthvað kólnar og sjálfsagt snjóar á fjallvegum. Næsta lægð er svo yfir Labrador - hún er eitthvað misþroska og á ekki að gera margt af sér á leið sinni - en hún á að liggja til austurs fyrir sunnan land. Á undan lægðinni fer hæðarhryggur - sem truflar hana - jafnvel svo að hún fær ekki að njóta sín - en það kemur í ljós. 

Það er býsna kalt loft vestan Grænlands - og sömuleiðis við norðaustaurhorn þess - þessir kuldapollar eiga víst ekki að angra okkur að sinni - en mjög hlýtt loft ekki að gleðja okkur heldur. 

Tilfinningin er sú að í grunninn sé eitthvað lítið sé um að vera - þrátt fyrir lægðaganginn. Ritstjórinn brosir ánægjubrosi meðan svo er - og heldur áfram að huga að fortíðinni - enda er hún enn fastari fyrir heldur en systir hennar framtíðin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Á undan lægðinni fer hægðarhryggur..."

Athyglivert orð hægðarhryggur.

Ef mikið er um lægðir má þá tala um "hægðatregðu"?

Er "hægðarhryggur" kannski maður sem á erfitt með að gera númer 2?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 08:58

2 identicon

Ekki ætla ég að fara prófarkalesa innleggið eins og Bjarni Gunnlaugur virðist hafa einkar gaman af, heldur aðeins að ræða innihaldið (eða skort á slíku).

Ég hef verið að kalla eftir tölum um úrkomu. Sigurður Þór Guðjónsson komst á mbl.is um daginn fyrir að benda á að nýliðinn mánuður væri sá 3. (5.?) úrkomusamasti október hér í borginni síðan mælingar hófust. Úrkoman endaði í 159,5 mm sem er meira en tvöföld meðalúrkoma síðustu 14 októbermánaða.

Og það er ekkert lát á rigningunni. Síðustu tvo sólarhringa hefur úrkoman hér í Reykjavík verið 30 mm, sem er tæpur helmingur af meðalúrkomu mánaðarins. Þetta þætti nú frétt til næstu bæja, nema á þessum bæ!

Ég er að velta vöngum yfir því hvað veldur. Nú er talað um að hnattrænni hlýnun fylgi aukin úrkoma. Því gæti maður haldið að talsmenn mannavalda-kenningarinnar myndu leggja alveg sérstaka áherslu á umfjöllun um aukna úrkomu, og skaðsemi hennar (og óþægindi) en svo er alls ekki! Hvað veldur?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 6.11.2015 kl. 11:08

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka prentvilluábendinguna Bjarni - hef nú leiðrétt það sem á var bent. Torfi - þótt úrkoma síðustu vikurnar hafi verið mikil hér í Reykjavík telst hún samt ekki til alveg sérstakra tíðinda. Ástæða þess að almennt er minna um úrkomu fjallað á fjasbókarsíðu hungurdiska heldur en hitann er samt sú að aðalúrkomuupplýsingarnar liggja fyrir á morgnanna - en pistlarnir eru skrifaðir seint að kvöldi - það sem þar segir um úrkomuna er því orðið úreltara heldur en annað þegar flestir lesa pistlana. - Því er aðallega á hana minnst þegar ljóst er að met hafa verið sett - en lítið sem ekkert hefur verið um slíkt - þrátt fyrir allt [nema októbermetið á Vatnskarðshólum - það hefur líka verið nefnt]. Oft hefur verið fjallað um úrkomu og breytingar á henni í pistlum hungurdiska gegnum árin - en satt besta að segja er ekki er mikið vitað um reglubundnar breytingar á úrkomu samfara auknum gróðurhúsaáhrifum - það er svo margt annað sem ræður líka. Ég vona að sem flestir finni hjá sér ástæðu til að blogga um veður - pislar Sigurðar Þórs eru ómetanlegir - ég sakna líka Einars Sveinbjörnssonar af blogginu og tala stöðugt við aðra félaga og áhugamenn um að þeir ættu að taka upp reglubundið veðurblogg - en fáir byrja og enn færri endast. - Svo er með mig að ég er nokkuð farinn að mæðast á þessu - enda hefur verið haldið áfram í meir en 5 ár - pistlarnir orðnir rúmlega 1600 - margt er líka í fjasbókarpistlunum - hvenær þornar alveg upp veit ég þó ekki. 

Trausti Jónsson, 6.11.2015 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 168
  • Sl. sólarhring: 451
  • Sl. viku: 2322
  • Frá upphafi: 2409966

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 2075
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband