1.10.2015 | 22:42
Af hlýjum september
Eins og fram hefur komið í frétt á vef Veðurstofunnar var september hlýr að þessu sinni, reyndar svipaður og september í fyrra sé litið á landið í heild. Landsmeðalhiti í byggð, sem ritstjóri hungurdiska reiknar sér til hugarhægðar, var +8,9 stig [9,0 stig í fyrra] og þar með í 12. hlýjasta sæti septemberhita aftur til 1874.
Hlýindin stöfuðu af óvenjusterkri sunnanátt í háloftunum.
Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í september (heildregnar línur), en litirnir sýna hæðarvik miðað við tímabilið 1981 til 2010. Jákvæðu vikin eru mest fyrir norðan og norðaustan land og sýnir lögun jafnvikalínanna að loftið á sér sterkari austrænan þátt en venjulegt er.
Hlýindin hér á landi eru hluti mikilla hlýinda yfir norðaustanverðu Atlantshafi og norðanverðri Skandinavíu - en kalt hefur verið suður í Frakklandi og þar vestan við. Vestan Grænlands hefur hiti verið lítillega undir meðallagi. Litirnir á kortinu sýna hitavik í 850 hPa-fletinum - í um 1400 metra hæð. Jafnþrýstilínur mánaðarins eru heildregnar.
Hitavikin eru mest nærri Jan Mayen, milli 4 og 5 stig. Þar eru þykktarvikin á svæðinu einnig mest, samsvarar vik þeirra (ekki sýnt hér) tæpum 4 stigum. - Norska veðurstofan er í dag á fullu við að sinna illviðri sem þeir kalla Roar og septembermeðalhiti á Jan Mayen hefur ekki birst á vef hennar ennþá.
En meðalþykkt septembermánaðar yfir landinu var 5448 metrar - þetta er reyndar mesta mánaðarþykkt ársins - rétt ofan við meðalþykkt ágústmánaðar.
Sú varð líka raunin að september varð hlýjasti mánuður ársins á 47 sjálfvirkum veðurstöðvum - og á 23 af stöðvum vegagerðarinnar. Það er harla óvenjulegt að september sé hlýjasti mánuður ársins - gerist ekki nema endrum og sinnum, en helst þó á annesjum á Austfjörðum. Í viðhenginu er listi sem sýnir á hvaða stöðvum september var hlýjastur mánaða í ár.
Þar má einnig sjá lista um eldri tilvik.
Það er ekki nema einu sinni sem september hefur verið hlýjasti mánuður ársins á landinu í heild. Það var árið 1958, og mánuðurinn varð þá sá hlýjasti á árinu á 45 stöðvum - enn hærra hlutfall en nú. September 1941 varð líka víða hlýjasti mánuður ársins. Í Reykjavík hefur september aðeins einu sinni verið hlýjasti mánuður ársins, það var 1877 - en þá var hann líka hlýjastur í Stykkishólmi, í Grímsey og í Papey.
Það er aðeins 1958 sem september hefur verið hlýjasti mánuður ársins á Akureyri. September nú var hlýrri en bæði júní og júlí á Akureyri og er aðeins vitað um þrjú slík tilvik áður, 1939, 1958 og 1993.
Það hefur aðeins gerst þrisvar að október hefur orðið hlýjasti mánuður ársins á íslenskri veðurstöð, í Grímsey og í Kjörvogi í Árneshreppi 1882, og í Grímsey 1915.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 124
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 1656
- Frá upphafi: 2457211
Annað
- Innlit í dag: 103
- Innlit sl. viku: 1507
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 93
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Stundum er nú hægt að tala um eitthvað annað en hlýindi þegar veðrið er annars vegar.
September í ár sker sig nefnilega ekki svo mjög úr öðrum septembermánuðum á þessari öld. Þetta er níundi septembermánuður á öldinni hér í Reykjavík sem fer yfir 9 stigin (9 af 15). Tveir septembermánuðir fór yfir 10 stigin (2006 og 2010).
Það sem vekur hins vegar athygli mína er hve þungbúið hefur verið og úrkomusamt hér syðra.
Hér í borginni rigndi í 18 daga af 30 (sem er helmingi fleiri úrkomudagar en í meðalári).
Reyndar komu einnig þrír stormdagar í mánuðinum, þar af eitt ofsaveður, svo það er spurning hve hagstætt tíðarfarið hefur verið í mánuðinum!
En eins og svo oft áður hefur verið sagt:
Rok og rigning í huga almennings merkir hlýindi í máli veðurfræðinganna!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.