Sumardagafjöldi 2015

Ritstjórinn telur nú sumardaga ársins 2015 í Reykjavík og á Akureyri - rétt eins og gert hefur verið áður. Þeir sem vilja forvitnast um skilgreiningar verða að leita í gömlum pistlum - en hér eru niðurstöður - og samanburður - á myndum. 

Fyrst Reykjavík.

 

sumardagar2015-rvk

Sumardagarnir 2015 reynast vera 26 í Reykjavík - það er tvöfalt meðaltal áranna 1961 til 1990 (blá strikalína) og líka tvöfaldur fjöldi ársins 2013. Dagarnir eru heldur færri en í fyrra - en samt verður útkoman að teljast viðunandi - alla vega langt yfir almennri flatneskju kalda tímabilsins sem miðaldra og eldri lesendur muna svo vel. - En auðvitað líka mun færri en á öndvegissumrum áranna 2003 til 2012. 

Fyrsti sumardagurinn kom 26. júní - þá urðu dagarnir svo sex í röð (5 í júní). Júlísumardagarnir voru 13 - og í ágúst voru þeir 8. Sumardagalíkur eru ekki miklar í Reykjavík í september - en koma þó stöku sinnum - ef - þá gjarnan fleiri en einn. 

Þetta lítur ekki eins vel út á Akureyri - reyndar mjög illa.

sumardagar2015-ak

Sumardagarnir á Akureyri teljast ekki nema 15 í ár og hafa aldrei verið færri á öllu viðmiðunartímabilinu (frá og með 1949) - voru 16 sumarið 1979. Meðaltalið 1961 til 1990 er 36. 

Einn sumardagur skaut upp kollinum í apríl, í júní voru þeir 5, aðeins einn í júlí (aldeilis með endemum á þessum annars sumargóða stað). Ágúst bætti aðeins um betur, sumardagarnir í þeim mánuði urðu 8. Mjög líklegt er að einhverjir bætist við í september - að meðaltali koma 5 sumardagar á Akureyri eftir 1. september - þannig að trúlega fer sumarið 2015 upp fyrir 1979 (og e.t.v. fleiri) þegar upp verður staðið. Annars er aldrei á vísan að róa. 

Lesendur ættu að hafa í huga að sumrinu er formlega ekki lokið og eru að venju beðnir um að taka talninguna ekki alvarlega - hún er leikur. 

Ritstjórinn mun á næstunni líka reikna sumarvísitölur ársins 2015 rétt eins og síðustu ár. Hvað skyldi koma út úr þeim reikningum? 

Tengill á pistil þar sem finna má sumardagaskilgreininguna.

Viðbót undir kvöld 2. september:

Það þarf ekki nema örfáa daga í september til að hífa töluna á Akureyri upp í 3. lakasta sæti og möguleikar eru vissulega á betri árangri. Sumarið 1958 var staðan afleit í ágústlok - sumardagarnir aðeins 11, en í september bættust 14 við og árið endaði í 25, laklegt - já, en venjulega laklegt. Í september 1996 urðu sumardagarnir á Akureyri 16 - það er það septembermet á árunum 1949 til okkar daga. Það hefur aðeins gerst 6 sinnum að enginn sumardagur hefur skilað sér eftir ágústlok á Akureyri.

Þegar þetta er skrifað hefur einn septembersumardagur þegar bæst við á Akureyrarlistann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri nú að koma með skilgreiningu á því hvað séu sumardagar (í stað þess að vísa í gamla pistla)? Það tekur nú varla svo mikið pláss.

Annars sýna þessi gröf kólnandi tíð, samsvarandi og á kuldaskeiðinu frá því um 1960 og til aldamóta. Hlýskeiðið stóð óvenju stutt í þetta sinn eða bara í 10 ár (2003-2012)!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 06:22

2 identicon

Merkileg skrif ef maður skildi þau betur..

Hvað er SUMARDAGUR ? Vinsamlega útskýrðu hugtakið nánar. 

Kristinn J (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 11:45

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Skilgreiningin er hér:

http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1303326/

Trausti Jónsson, 2.9.2015 kl. 12:55

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Skilgreiningin er þá þannig. Skoðaður er hitinn kl. 12, 15, 18 og 21 og þarf meðalhiti þessara fjögurra athugunartíma að vera amk 13,1 eða að hámarkshitinn kl. 18 sé meira en 15 stig!!

Eða?

Torfi Kristján Stefánsson, 2.9.2015 kl. 16:48

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Skilgreiningin er lengri Torfi, hún nær einnig til úrkomu og skýjahulu - lestu meir.

Trausti Jónsson, 2.9.2015 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 216
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 2041
  • Frá upphafi: 2350777

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband