Óvenjumikil úrkoma

Undanfarna daga hefur verið sérlega mikil úrkoma víða á landinu norðan- og austanverðu. Ritstjóri hungurdiska hefur verið í nokkrum önnum og ekki gefist tími til að fara í vel í saumana á metamálum, en ljóst er þó að sólarhringsúrkomumet ársins voru slegin bæði í Litlu-Ávík (82,7 mm - gamla metið var 71,8 mm, sett í septmeber 2011) og á Sauðanesvita (114,7 mm - gamla metið var 95,0 mm, sett í júlí 2012). 

Sólarhringsúrkomumet ágústmánaðar voru auk þess slegin í Miðfjarðarnesi, á Auðnum í Öxnadal og í Lerkihlíð í Fnjóskadal. 

Nú má líka telja víst að ágústúrkomumet (heildarmagn mánðaðarins) verða slegin á nokkrum stöðvum, úrkoman í Litlu-Ávík og á Sauðanesvita er nú langt ofan við það sem mest hefur mælst áður sömu ágústdaga - og reyndar er hún meiri en mælst hefur í nokkrum mánuði öðrum. Líklega verður einnig sett ágústmet á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi, á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, á Skjaldþingsstöðum og í Miðfjarðarnesi. Fáeinar stöðvar til viðbótar eru nærri meti - en ekki enn alveg útséð um hvort af slíku verður.

Þegar þetta er skrifað (seint á föstudagskvöldi 28. ágúst) eru ekki allar mælingar komnar í hús - víða er aðeins mælt einu sinni á sólarhring, kl. 9 að morgni. Ritstjórinn þarf líka að líta betur á sjálfvirkar úrkomumælingar til að geta skorið úr um hvort þar sé um met að ræða. Vonandi gefst tími til þess þegar hrinunni linnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einhvern vegin læddist að mér söngtextinn;"Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott". Minnist þá svartsýni stjórnarmanna Landsvirjunnar,um að ef ekki hlýnaði (ofankoma fylgdi ekki )áður en vetur gengi í garð,næðu lón virkjananna ekki að fyllast,ísinn bráðnaði ekki til að svo yrði. Skondið;, ég hef ekki hugmynd um hvaða virkjanir og hvar,en vona samt,íslensku þjóðarinnar vegna.

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2015 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 282
 • Sl. sólarhring: 625
 • Sl. viku: 2375
 • Frá upphafi: 2348242

Annað

 • Innlit í dag: 250
 • Innlit sl. viku: 2083
 • Gestir í dag: 247
 • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband