10.6.2015 | 01:36
Óþægilega kalt áfram
Það er ekkert lát að sjá á kuldanum - jú, sólin gerir sitt - og svo eru stöku dagar betri en aðrir. Vestanhryðjan sem gekk yfir landið í gær (8. júní) var með snarpara móti um landið norðanvert - vindhraðamet júnímánaðar féllu á fjölmörgum stöðvum - en mæliraðirnar eru ekki mjög langar og því ekki rétt að gera allt of mikið úr.
En á eftir vestanátt snýst vindur oft til norðurs, hækkar á, eins og sagt var. Til allrar hamingju gerist það ekki með neinum látum að þessu sinni - því loftið sem kemur að norðan er kalt - svo kalt að það nægði í hríð niður í sveitir - væri vindur og úrkomuákefð meiri en raunin virðist ætla að verða. Þannig að vonandi sleppur það - en næturfrost er yfirvofandi víða inn til landsins.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á fimmtudag, 11. júní. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og gefur einnig góðar vísbendingar um hita í mannheimum.
Meðalþykkt í júní yfir landinu er um 5440 metrar. Á bláa svæðinu sem snertir norðurströndina er hún hins vegar aðeins 5280 metrar, 160 metrum undir meðallagi - það reiknast sem 8 stig - sem hiti í neðri hluta veðrahvolfs er undir meðallagi. Ekki fáum við það högg af fullum þunga - en 4 til 5 stig undir meðallagi gæti verið nærri sanni.
Þetta er að vísu kaldasti dagurinn í sjónmáli - það á að hlýna verulega strax eftir helgi - þau hlýindi eiga þó að standa stutt við - en færa okkur þó rigningu og leysingu til fjalla.
Kortið hér að neðan sýnir stöðuna um hádegi á þriðjudag - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Þetta er miklu hlýrra. Þykktin yfir miðju landi er um 5530 metrar - 90 metrum yfir meðallagi júnímánaðar og hlýja tungan gefur möguleika á fyrsta 20 stiga hita ársins - þá um landið norðan- eða austanvert. En - eins og áður sagði stendur þetta stutt við. Lægðin er á hraðferð - og við sjáum líka í næstu bylgju á eftir.
Gömul fræði segja von á viðvarandi umhleypingum svo lengi sem vindur gengur um vestur til norðurs á eftir lægðunum. Hins vegar var meiri von um breytingu gengi hann öfugur upp í - eins og sagt var - úr suðri um austur til landnorðurs eða norðurs. Slík hegðan bendir til þess að háloftabylgjurnar fari fyrir sunnan land - heimskautaröstin og umhleypingar hennar fjarlægist. Það er mikið að marka þessa gömlu reynslureglu - sem og margar fleiri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 41
- Sl. sólarhring: 194
- Sl. viku: 1729
- Frá upphafi: 2457560
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 1557
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"gömul reinsluregla" þær eru góðar mér finst þettað gött veður ekki of blautt og ekki of þurt. mýið komið. menn géta deilt um hitan.um þessi hita og kuldatímabil sem koma með reglulegu millibili. gétur verið að grænlandjökull minki það mikið á hitatímabilunum að kuldaboli komist yfir hann sem síðan veldur kulda sem hækkar aftur jökulinn þangað til kuldaboli kemst ekki yfir hann þá hlíni aftur. hlínar á norðanverðu kanada ef það kólnar hér
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.