Ţokast hitinn upp á viđ eftir helgi?

Spurt er hvort hitinn ţokist upp á viđ eftir helgi. Vonandi gerir hann ţađ - en ţađ er enn sýnd veiđi en ekki gefin. Reiknimiđstöđvar gera ráđ fyrir ađ lćgđin sem fćrir okkur hlýrra loft verđi djúp miđađ viđ árstíma og ađ hún standi ţar ađ auki stutt viđ - ţannig ađ óvíst er međ ánćgjuna af hćrri hita. En - ćtti samt ađ koma sér vel fyrir gróđurinn - og eitthvađ af snjó bráđnar úr fjöllum. 

En viđ lítum á 500 hPa-hćđar- og ţykktarkort af norđurhveli. Kortiđ er úr smiđju evrópureiknimiđstöđvarinnar og gildir síđdegis á laugardag (13.júní).

w-blogg120615a

Ísland er rétt neđan viđ miđja mynd. Sjá má Kúbu neđarlega til vinstri og Indland er rétt ofan viđ miđjan hćgrijađar myndarinnar - sést reyndar illa fyrir dökkum hitalitum. Jafnhćđarlínur eru heildregnar - ţví ţéttari sem ţćr eru ţví stríđari eru háloftavindar. Litirnir sýna ţykktina, hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs - ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. 

Mörkin á milli grćnu og gulu litanna er viđ 5460 metra - sumariđ er ţar ofan viđ. Međalţykkt í júní hér á landi er í kringum 5440 metra - í daufasta grćna litnum. Á kortinu er hann ađeins mjó rćma nokkuđ sunnan viđ land - og dekksti og kaldasti grćni liturinn liggur yfir landinu. Ţar er ţykktin á bilinu 5280 til 5340 metrar - harla kalt. En blái liturinn - enn kaldari - er orđinn ađ smábletti austan viđ land og fylgir snörpu lćgđardragi sem plagar norđmenn illa um helgina.

Öflugasti kuldapollur heimskautaslóđa er langt frá okkur - viđ strönd Síberíu - og ógnar okkur ţar af leiđandi ekki sem stendur. Allöflug hitabylgja er ađ ná undirtökum í Alaska - rétt einu sinni. Var maímánuđur ekki sá hlýjasti í sögunni ţar? 

Snarpur kuldapollur er viđ norđvesturströnd Spánar og veldur óstöđugu veđri - ţrumuveđrum og slíku - á nokkuđ stóru svćđi. 

Jafnţykktarlínur eru ţéttar fyrir sunnan Ísland - ekki er svo óskaplega langt í hlýja loftiđ - en lćgđin sem á ađ koma einhverju af ţví til okkar eftir helgi er rétt varla orđin til yfir austurströnd Kanada. 

Eins og áđur sagđi virđast reiknimiđstöđvar sammála um ađ hún fari hratt hjá - en síđan upphefst hefđbundiđ ósamkomulag. Báđar vilja ađ vísu umhleypinga áfram - en gerđ evrópureiknimiđstöđvarinnar er heldur jákvćđari - og hlýrri - sú bandaríska heldur aftur á móti frekar kuldalegum umhleypingum áfram eins langt og séđ verđur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2731
  • Frá upphafi: 2378307

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2420
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband