Svalt áfram

Enn bólar ekkert á hlýju lofti. Hiti hefur þó hangið í meðallagi síðustu tíu ára á landinu í heild síðustu tíu til tólf daga - og út af fyrir sig varla hægt að kvarta undan því. En maímánuður í heild verður samt sá kaldasti um langt skeið - og næstu tveir til þrír dagar sennilega kaldari heldur en þeir síðustu. - Eitthvað hlýnar um helgina en ekki svo um muni. 

w-blogg270515a

Kortið sýnir hæð 500 hPa flatarins í spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á fimmtudag, 28. maí. Litirnir sýna þykktina - hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því lægri sem hún er því kaldara er loftið. Ljósblái liturinn er frekar litur aprílmánaðar heldur en maí. Þótt sólargangur sé nú orðinn mjög langur eru líkur á næturfrosti víða um land í bláa litnum - þar sem léttskýjað verður. 

Út af fyrir sig nægir hann ekki í snjókomu á láglendi - nema þar sem úrkoma er áköf - þar snjóar - við látum Veðurstofuna um að meta líkur á snjókomu. 

Kuldapollurinn yfir Labrador er athyglisverður - það er reyndar hann sem á að færa okkur austanátt og ívið hlýrra veður um helgina - en á að ná mikilli snerpu fyrir sunnan Grænland - spár segja 500 hPa-flötinn fara þar niður í 5002 metra um hádegi á laugardag, það er með lægstu gildum á þessum árstíma - en hann á ekki að ná í nægilega hlýtt loft til að um lágþrýstimet við sjávarmál verði að ræða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt samúð mína alla Trausti minn, og trúbræður þínir á Veturstofunni...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.8.): 9
 • Sl. sólarhring: 708
 • Sl. viku: 2774
 • Frá upphafi: 1953717

Annað

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 2440
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband