Djúp lægð (miðað við árstíma)

Að meðaltali er maí sá mánuður ársins þegar loftþrýstingur er hæstur hér á landi. Í takt við það eru lægðir þá oftast grynnri en á vetrum. Lægsti þrýstingur sem mælst hefur hér á landi í maí er 967,3 hPa, á Stórhöfða þann 13. maí 1956. Trúlega eigum við einhvern tíma eftir að sjá þrýsting fara niður fyrir 960 hPa í maí - því það hefur einu sinni gerst í júní.

Til viðbótar við metið 1956 hefur þrýstingur þrisvar farið niður fyrir 970 hPa í maí hér á landi (2006, 1963 og 1911) - það er því ekki beinlínis algengt. Maí 2015 gæti hugsanlega bæst í hópinn annað kvöld (föstudaginn 14. maí) því mjög djúp lægð stefnir nú í átt til landsins.

Rétt er að taka fram að hún virðist ekki líkleg til stórræða hvað vind varðar því reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir að við sleppum við vestanstrenginn slæma sunnan við hana - og áður en norðanáttin vestan við kemur að landinu verður hún aftur tekin að grynnast - en eitthvað hvessir samt af suðaustri á stöku stað - og hressilegri rigningu er spáð suðaustanlands. En - Veðurstofan sér um spárnar - ekki blogg hungurdiska. 

En lítum á kort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir annað kvöld kl.18 (föstudag 14. maí).

w-blogg150515a

Hér er þrýstingur í lægðarmiðju 968 hPa (jafnþrýstilínur eru dregnar með 4 hPa bili). Það er hugsanlegt að þrýstingur í Vestmannaeyjum eða á Eyrarbakka fari niður fyrir 970 hPa seinna um kvöldið - ekki víst þó. En metinu frá 1956 ætti að vera óhætt. 

Að sögn erlendra fjölmiðla féll evrópuhitamet maímánaðar í dag þegar 42,9 stig mældust á Spáni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 34
 • Sl. sólarhring: 82
 • Sl. viku: 1502
 • Frá upphafi: 2356107

Annað

 • Innlit í dag: 34
 • Innlit sl. viku: 1407
 • Gestir í dag: 34
 • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband