Norðanátt - en ekki sérlega köld

Lægðin djúpa sem nú er við landið (föstudagskvöld 15. maí) snýst hring í kringum sjálfa sig á morgun (laugardag) og fer síðan til suðausturs. Norðanátt fylgir auðvitað í kjölfarið - en svo bregður við að hún verður ekki sérlega köld - það er að segja ef miðað er við ósköpin að undanförnu. 

w-blogg160515a

Kortið gildir kl. 18 síðdegis á sunnudag. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því hvassara er í fletinum. Litir sýna þykktina - hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því minni sem hún er því kaldara er loftið. Ljósgrænu litirnir einkenna maí og júní og okkur finnst dökkgræni liturinn jafnvel viðunandi - en þeir bláu mun síður. - Á bestu dögum maímánaðar fáum við gulan lit til okkar. Þá fer þykktin yfir 5460 metra - allt ofan við 5550 er hálfgert kraftaverk í maí.  

Hver litur táknar 60 metra þykktarbil - um 3 stig á hitamæli að vetrarlagi - en aðeins minna vor og sumar þegar stöðugleiki loftsins er meiri. Rætist spáin verður þykktin um 5300 metrar yfir landinu á sunnudaginn - gefur tilefni til að spá um 12 stiga landshámarkshita síðdegis. Flestir vilja meira - en það er samt þolanlegt í norðanátt í maí. - En það snjóar í fjöll og á sumar heiðar nyrðra. 

Næsta lægð kemur að sögn á þriðjudag eða miðvikudag - henni fylgir ekki sérlega hlýtt loft - og svo kemur aftur norðanátt - nógu köld - síðan gengur í framtíðarþoku í sýndarheimum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 305
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband