Ţrjár vikur af sumri

Nú eru liđnar ţrjár vikur af sumri - eftir íslenska tímatalinu. Ţćr hafa veriđ sérlega kaldar og reyndar líka allar ţurrar sunnanlands, en fyrstu sumarvikuna snjóađi talsvert víđa um landiđ norđanvert og sérstaklega mikiđ allra austast á landinu.

Ţví er ekki ađ neita ađ kuldinn hefur veriđ óvenjulegur, m.a. hafa ţrjú landsdćgurlágmarksmet falliđ. Ţađ ţarf ađ leita nokkra áratugi aftur í tímann til ađ finna viđlíka upphaf á sumri - á Akureyri og í Reykjavík er ţetta ţriđja kaldasta sumarbyrjun síđustu 67 ára og í Stykkishólmi hefur sumarbyrjun ađeins 14 sinnum veriđ kaldari en nú frá upphafi mćlinga ţar. 

Viđ skulum ţó hafa í huga ađ kuldakastiđ nú „hittir vel í“ vikurnar ţrjár - ţađ byrjađi á sumardaginn fyrsta - ekki er víst ađ önnur ţriggja vikna kuldaköst á viđmiđunartímabilum hafi gert ţađ. En - ţetta kuldakast á sér auđvitađ framtíđarvon og verđi nćsta vika líka köld er aldrei ađ vita nema ađ sumarbyrjun 2015 skori enn betur en hingađ til. 

En lítum á töflubrot sem sýna stöđu á keppnislistunum:

Fyrst er Reykjavík.

röđármeđalh.°C
119491,00
219791,08
320151,36
419822,16
519672,26
619682,39
719892,81
819752,91
919832,91
1019813,03

Hér eru ţađ fyrstu ţrjár vikur sumars 1949 og 1979 sem eru kaldari. 

Á Akureyri er stađan svipuđ.

röđármeđalh.°C
11968-1,55
21979-0,93
32015-0,46
419490,05
519690,33
619810,77
719890,85
819830,88
919671,16
1019951,78

Voriđ 1979 er á sínum stađ, en kaldasta sumarbyrjunin er 1968 sem er í 6. sćti í Reykjavík.

Í Stykkishólmi getum viđ reiknađ međaltal fyrstu 3 vikna sumars allt aftur til 1846, í 170 ár. Međalhitinn nú er +0,46 stig - og eins og nefnt var ađ ofan eru 14 kaldari tilvik á tímabilinu - kaldast 1882 ţegar međalhitinn var -3,52 stig og 1906 ţegar hann var -1,41 stig. Bćđi ţessi ár gerđi hrikaleg og langvinn norđanveđur í upphafi sumars, - slíkt og ţvílíkt höfum viđ sloppiđ viđ - alla vega enn sem komiđ er. 

Eins og nefnt var ađ ofan hefur úrkoma veriđ óvenjulítil sunnanlands og vestan. Fyrstu ţrjár vikur sumars hefur hún ađeins mćlst 2,6 mm í Reykjavík. Ekki er vitađ um jafnlitla úrkomu í Reykjavík á sama tímabili frá upphafi mćlinga 1884 (ađ vísu vantar mćlingar frá árunum 1907 til 1919). Nćstminnst var úrkoman fyrstu ţrjár vikur sumars voriđ 1924, 4,0 mm. Fyrir norđan var fyrsta vikan úrkomusöm - en síđari tvćr ţurrar ţannig ađ ekki er enn um nein met ađ rćđa ţar um slóđir. 

Eins og fram hefur komiđ á fjasbókarsíđu hungurdiska (og á fleiri frjálsum fjölmiđlum) hafa sólskinsstundir veriđ sérlega margar í Reykjavík ađ undanförnu og hafa ekki veriđ fleiri fyrstu ţrjár vikur sumars frá upphafi mćlinga. Ţriggja vikna summan er 237,4 stundir, nćstflestar voru sólskinsstundirnar í sumarbyrjun 1958, 233,7 - síđan er talsvert bil niđur í ţriđja sćtiđ, 212,3 stundir, voriđ 1924. 

Ţetta er flest harla óvenjulegt - en óráđin spurning hvađ svo gerist.

Í pistli gćrdagsins var minnst á hitabylgju í sýndarheimum gfs-líkansins á fimmtudag í nćstu viku. Ţađ fór eins og búast mátti viđ ađ sýningin stóđ stutt - en í dag reis upp heldur líklegri sýn - í henni er hitabylgja nćstkomandi fimmtudags njörvuđ viđ suđausturströnd Grćnlands - og evrópureiknimiđstöđin tekur undir. Ţessi hiti - ef af verđur nćr ekki til Íslands.

En - málinu er ekki alveg lokiđ. Á hádegi í dag uppfćrđi evrópureiknimiđstöđin líkan sitt - og telur uppfćrsluna auđvitađ til bóta, sem hún vonandi er. En í tilefni dagsins býđur reiknimiđstöđin til sinnar einkasýndarhitabylgju á laugardag í nćstu viku - međ uppfćrđu líkani. Satt best ađ segja er ţessi spá ekki mjög traustvekjandi en samt trúlegri en sýn ţeirra amerísku í gćr ađ ţví leyti ađ hitanum er ekki spáđ alveg til Íslands. Viđ skulum sjá spána á mynd - fagra hugsýn eđa falsvon.

w-ecm0125_millikort_t850_gh1000-500_2015051312_240

Já, ekki amalegt - nema hvađ ađ ţegar ámóta stöđur koma upp í raunheimum fylgja allt of oft slćm norđanköst í kjölfariđ - nú eđa einhver annar ósómi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánćgđur međ nýyrđiđ „sósómi“!

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 14.5.2015 kl. 20:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 307
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband