Hlýrri dagar framundan?

Ekki er hægt að segja að mars hafi verið kaldur, hiti vel ofan við meðallag áranna 1961 til 1990 um allt land og yfir meðallagi síðustu tíu ára á Norðaustur- og Austurlandi. - En illviðrasamt var svo sannarlega stærsta hluta mánaðarins. 

Nú virðist koma að tilbrigði - hlýtt loft sækir að sunnan úr höfum og virðist ætla að ráða ríkjum í nokkra daga. Ekki er þó um einhver allsherjarhlýindi að ræða. Það sést vel á kortinu hér að neðan sem sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykktina (strikalínur) og þykktarvik eru sýnd í lit. 

w-blogg010415a

Kortið nær yfir tímabilið 31. mars til 9. apríl. Hér sjáum við eindregna sunnanátt - þar að auki með hæðarsveigju. Bláir litir sýna hvar þykktin (hiti í neðri hluta veðrahvolfs) er undir meðallagi, en gulu og brúnu litirnir sýna hlýindi. Rétt er að hafa í huga að miðað er við meðaltöl aprílmánaðar í heild - en að jafnaði hlýnar mjög ört í apríl þannig að það er eðlilegt að bláir litir séu heldur ríkjandi á vikakortum fyrri hluta mánaðarins.

En þrátt fyrir það verður að segjast eins og er að býsnakalt er bæði austan og vestan við okkur og því gætu hlýindin orðið hvikul - en við vonum hið besta - og hlutirnir geta breyst hratt. Sömuleiðis er breytileiki töluverður frá degi til dags - spár eru t.d. enn (á þriðjudagskvöldi 31. mars) ekki sammála um lægðir helgarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta um "hitann" í mars er nú ekki allskostar rétt, amk ekki hér á höfuðborgarsvæðinu. Óopinberar tölur segja að hitinn nú hafi verið 0,7 gráður (sem varla getur talist mikið). Það er aðeins 0,3 gráðum hlýrra en á kuldatímabilinu 1961-90, en miklu kaldara en síðust 14 ár eða sem munar 1,1 gráðu, og einnig kaldara en á árunum 1931-60 (munar 0,7 stigum).

Það segir mér að mars hefur verið kaldur, enda er það tilfinning flestra þeirra sem hafa tjáð sig um veðráttuna undanfarið.

 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 52
 • Sl. sólarhring: 96
 • Sl. viku: 1593
 • Frá upphafi: 2356050

Annað

 • Innlit í dag: 48
 • Innlit sl. viku: 1478
 • Gestir í dag: 46
 • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband