Skárri lægð? Alla vega öðruvísi en sú síðasta

Hlutirnir gerast mjög hratt þessa dagana. Vestanillviðrið sem plagað hefur marga landsmenn í dag er nú (seint á sunnudagskvöldi 25. janúar) að ganga niður. En næsta lægð er nærri því komin - jaðar blikubakka hennar verður mættur yfir Vesturlandi um sexleytið í fyrramálið (mánudagsmorgun) og úrkoma verður væntanlega byrjuð þar síðdegis. 

Sjávarmálskort evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan gildir kl. 18. 

w-blogg260115-blogg-a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar - úrkoma er sýnd í lit og strikalínur sýna hita í 850 hPa-fletinum. Það er -5 stiga jafnhitalínan sem liggur yfir Íslandi. Hún er oft notuð til að giska á hvort úrkoman verður rigning eða snjór á láglendi. Sé hlýrra er frekar búist við rigningu. En munum þó að í stöðu eins og þessari liggur kalda loftið í fleyg undir það hlýja - þannig að trúlega byrjar úrkoman sem snjór. Þetta er líka staða þar sem nokkrar líkur eru á frostrigningu - vonandi sleppum við alveg við hana - en verum samt ekki allt of viss. Hættan er mest þar sem vindur er mjög hægur. 

Reiknilíkön virðast gefa til kynna að við sleppum við bæði landsynnings- og útsynningshvassviðri þessarar lægðar að mestu. Eins og sjá má er lægðarmiðjan þó mjög djúp undan Grænlandi suðvestanverðu - en sá hluti hennar á ekki að ná hingað, hann grynnist ört. Gríðarlegur kuldastrengur leggst hins vegar austur um Atlantshaf fyrir sunnan lægðarmiðjuna og á að ryðjast alveg austur til Bretlands á miðvikudag eða svo - og svo langt inn á meginland Evrópu. 

Við verðum hins vegar norðan við þetta - að mestu - en í kjölfarið á vindur hér á landi að ganga til norðurs. Tekist er á um styrk norðanáttarinnar - sumar spár hafa gert þó nokkuð úr henni - en aðrar eru öllu vægari. Of snemmt er að fimbulfamba um það hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.11.): 24
 • Sl. sólarhring: 143
 • Sl. viku: 1490
 • Frá upphafi: 1850333

Annað

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 1291
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband