Vestanstrengur sunnudagsins

Ef marka má spár verđur mikill vestanvindstrengur yfir viđ landiđ á sunnudag (25. janúar). Hvađ úr verđur sýnir sig - en viđ lítum á tvö kort okkur til fróđleiks. Ţađ fyrra er spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um vind í 100 metra hćđ (yfir líkanlandslagi) og gildir kl.15 á sunnudag.

w-blogg250115a

Litakvarđinn batnar sé myndin stćkkuđ - en litirnir sýna vindhrađa. Rauđleitu litirnir byrja viđ 24 m/s. Örvar sýna vindstefnu. Vestanillviđriđ er víđáttumikiđ - en er kannski tvískipt - annars vegar komiđ sunnan fyrir Grćnland - en hins vegar ofan af Grćnlandsjökli. 

Í Grćnlandssundi er svo norđaustanillviđri - síst minna, og er viđ ţađ ađ ná inn á norđanverđa Vestfirđi. Á milli er hćgviđri - ţađ hreyfist suđur á bóginn eftir ţví sem á líđur og vestanstormurinn hörfar. 

Báđir vindstrengirnir eiga hámark í neđri helmingi veđrahvolfs. Ţađ sést vel á myndinni hér ađ neđan en hún sýnir vind (litir og vindörvar) í sniđi sem liggur um 23°V - viđ vesturströnd Íslands. Sniđiđ liggur rétt vestan Reykjaness, en sker bćđi Snćfellsnes og Vestfirđi. Ţađ nćr frá jörđ upp í 250 hPa hćđ (um 10 km). 

w-blogg250115b

Syđsti hluti sniđsins er til vinstri á myndinni - Snćfellsnes sést sem grár hóll nćrri miđri mynd og Vestfirđir sem tvćr ţústur lengra til hćgri. Litirnir sýna vindhrađa. Vel kemur í ljós hvernig strengurinn stingur sér til norđurs - nćr lengst norđur í um 900 hPa hćđ - rétt í fjallahćđ Vestfjarđa, en almennt er vindurinn mestur í um 850 hPa. ţar fyrir ofan dregur úr vindi ţar til hann vex aftur viđ veđrahvörf - efst á myndinni. 

Veđrahvörfin ţekkjum viđ af ţéttum jafnmćttishitalínum (heildregnar), ţau ná hér niđur í um 400 hPa (um 7 km hćđ). Ţađ er eftirtektarvert ađ lengst til vinstri á myndinni er mćttishitinn nćr óbreyttur upp fyrir 800 hPa - ţađ ţýđir ađ illviđriđ hefur hrćrt vel í loftinu - ţađ er nánast eins vel blandađ og hugsast getur.

Rétt sést í grunnan norđaustanstrenginn lengst til hćgri. Vindhámark í honum nćr varla fjallahćđ.

Ţegar veđur er međ ţessu lagi fylgjast ferđalangar vel međ spám Veđurstofunnar - á vef hennar má sjá kort sem sýna hreyfingar vindstrengja vel frá klukkustund til klukkustundar. Sama gera kort á veđurvef belgings.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.10.): 59
 • Sl. sólarhring: 382
 • Sl. viku: 2362
 • Frá upphafi: 1842225

Annađ

 • Innlit í dag: 48
 • Innlit sl. viku: 2120
 • Gestir í dag: 48
 • IP-tölur í dag: 48

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband