Umhleypingar enn um sinn

Umhleypingarnir halda áfram. Ef til vill fáum viđ ađ sjá meira af ekta útsynningi heldur en veriđ hefur uppi - hann hefur nefnilega ekki mikiđ látiđ sjá sig til ţessa (jú - ađeins). En norđurhvelskortiđ hér ađ neđan sýnir stöđuna síđdegis á föstudag (23. janúar) - bóndadag, fyrsta dag ţorra.

w-blogg220115a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví meiri er vindurinn. Rekja má heimskautaröstina (eđa strangt tekiđ hes hennar) nćr samfellt umhverfis hveliđ allt. Ţađ er ţó einhver fyrirstađa yfir Evrópu. Afskorin, köld lćgđ er yfir Miđjarđarhafi og óljós flćkja yfir Skandinavíu. Vestan viđ okkur má sjá hverja bylgjuna á fćtur annarri - meira og minna allar á leiđ til okkar. 

Litirnir sýna ţykktina en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs - ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Mörkin á milli grćnu og bláu litanna eru viđ 5280 metra, en međalţykkt í janúar er nálćgt 5240 metrum. Biliđ á milli litanna er 60 metrar - eđa um 3 stig á mćli. Sjá má ađ landiđ vestanvert er á föstudaginn í lit á bilinu 5100 til 5160 metrar. Ţeir sem stćkka kortiđ sjá ennfremur ađ 5100 metra liturinn virđist hafa komiđ sem stunga yfir Grćnland og mjó tota til Íslands.

Útsynningurinn á föstudaginn verđur býsna kaldur og sennilega nokkuđ hvass líka. En ţetta kalda loft stendur mjög stutt viđ - lćgđarbylgjunni yfir Nýfundnalandi fylgir hlýtt loft - međ landsynningi og rigningu strax á laugardag. Reiknimiđstöđin býst síđan viđ útsynningi á nýjan leik - ekki alveg jafnköldum - og enn ný lćgđ međ rigningu er vćntanleg strax á mánudag - en um ţađ er mun meiri óvissa. 

Allt ţetta er auđvitađ mjög dćmigert í ţorrabyrjun hér á landi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • blogg210719a
 • ar_1876p
 • ar_1876t
 • w-blogg190719a
 • v-kort 1944-06-17 17b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.7.): 11
 • Sl. sólarhring: 372
 • Sl. viku: 1861
 • Frá upphafi: 1809103

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 1619
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband