Meðaldaggarmark ársins 2014

Meðalhiti ársins 2014 var óvenjuhár. En hvernig var með daggarmark? Á því hafa víst fáir áhuga nema nördin - og varla þau. En látum það vera og lítum á meðaldaggarmark síðustu áratuga í Reykjavík.

w-blogg230115

Myndin sýnir hita, daggarmark og daggarmarksbælingu áranna 1949 til 2014 í Reykjavík. Lóðrétti kvarðinn til vinstri á við um hitann (bláir punktar) og daggarmarkið (rauður ferill). Kvarðinn til hægri á við mismun þeirra, daggarmarksbælinguna. Þetta orð er leiðinlegt - en verður að standa okkur til ama þar til betra finnst. 

Hiti hefur hækkað í Reykjavík síðustu 66 árin - en daggarmarkið (rauður ferill) ekki neitt. Daggarmark er mælikvarði á rakamagn í lofti. Eins og sjá má er almennt gott samband á milli ársmeðaldaggarmarksins og ársmeðalhitans - við sjáum hlýindin fyrir 1965 vel á báðum ferlum, sömuleiðis kuldaskeiðið sem kom á eftir og hlýindi síðustu ára. Árið 2014 var það rakamesta síðan 2003 - en nær ekki alveg árunum í kringum 1960 þrátt fyrir að vera lítillega hlýrra heldur en þau öll. Þetta þrátt fyrir einstaklega rakan júnímánuð síðasta sumars. 

Líkindi ferlanna fela þó þá staðreynd að bilið á milli þeirra hefur sífellt vaxið (að sjá - græni ferillinn). Athugið þó að brekkan er nokkuð ýkt, vinstri kvarðinn nær yfir mun stærra hitabil en sá til hægri (sá sem á við mismuninn). 

Þetta þýðir það (þýði það þá eitthvað) að loft með sama hita sýnist nú ekki alveg jafnrakt og það var fyrir 50 árum.  

Þeir (sárafáu) sem hafa áhuga mættu gjarnan hugsa málið - en ekki of lengi - slíkt getur orðið að þráhyggju. 

Og - meðaldaggarmark ársins 2014 var 1,98 stig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þannig að það má kannski líkja þróuninni við rakan svamp sem hefur þanist aðeins út án þess að rakamagnið í honum hafi aukist. Útkoman er því að svampurinn þornar lítillega.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.1.2015 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 2343338

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 383
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband