Međaldaggarmark ársins 2014

Međalhiti ársins 2014 var óvenjuhár. En hvernig var međ daggarmark? Á ţví hafa víst fáir áhuga nema nördin - og varla ţau. En látum ţađ vera og lítum á međaldaggarmark síđustu áratuga í Reykjavík.

w-blogg230115

Myndin sýnir hita, daggarmark og daggarmarksbćlingu áranna 1949 til 2014 í Reykjavík. Lóđrétti kvarđinn til vinstri á viđ um hitann (bláir punktar) og daggarmarkiđ (rauđur ferill). Kvarđinn til hćgri á viđ mismun ţeirra, daggarmarksbćlinguna. Ţetta orđ er leiđinlegt - en verđur ađ standa okkur til ama ţar til betra finnst. 

Hiti hefur hćkkađ í Reykjavík síđustu 66 árin - en daggarmarkiđ (rauđur ferill) ekki neitt. Daggarmark er mćlikvarđi á rakamagn í lofti. Eins og sjá má er almennt gott samband á milli ársmeđaldaggarmarksins og ársmeđalhitans - viđ sjáum hlýindin fyrir 1965 vel á báđum ferlum, sömuleiđis kuldaskeiđiđ sem kom á eftir og hlýindi síđustu ára. Áriđ 2014 var ţađ rakamesta síđan 2003 - en nćr ekki alveg árunum í kringum 1960 ţrátt fyrir ađ vera lítillega hlýrra heldur en ţau öll. Ţetta ţrátt fyrir einstaklega rakan júnímánuđ síđasta sumars. 

Líkindi ferlanna fela ţó ţá stađreynd ađ biliđ á milli ţeirra hefur sífellt vaxiđ (ađ sjá - grćni ferillinn). Athugiđ ţó ađ brekkan er nokkuđ ýkt, vinstri kvarđinn nćr yfir mun stćrra hitabil en sá til hćgri (sá sem á viđ mismuninn). 

Ţetta ţýđir ţađ (ţýđi ţađ ţá eitthvađ) ađ loft međ sama hita sýnist nú ekki alveg jafnrakt og ţađ var fyrir 50 árum.  

Ţeir (sárafáu) sem hafa áhuga mćttu gjarnan hugsa máliđ - en ekki of lengi - slíkt getur orđiđ ađ ţráhyggju. 

Og - međaldaggarmark ársins 2014 var 1,98 stig. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţannig ađ ţađ má kannski líkja ţróuninni viđ rakan svamp sem hefur ţanist ađeins út án ţess ađ rakamagniđ í honum hafi aukist. Útkoman er ţví ađ svampurinn ţornar lítillega.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.1.2015 kl. 17:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 39
 • Sl. sólarhring: 426
 • Sl. viku: 1803
 • Frá upphafi: 2349316

Annađ

 • Innlit í dag: 28
 • Innlit sl. viku: 1620
 • Gestir í dag: 28
 • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband