30.12.2014 | 01:00
Enn af áramótaveðri (froðan rennur)
Enn er hugað að áramótum. Við lítum snöggt (þeir sem vilja geta auðvitað starað úr sér augun) á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting og fleira á miðnætti á gamlárskvöld.
Hér má sjá mjög opna stöðu. Risastór lægðarmiðja þekur mestallt Norður-Atlantshaf. Ískalt heimskautaloft streymir úr vestri út yfir hafið og mætir þar öllu hlýrra lofti úr suðri. Við Ísland er þó einhver óljós hroði - ekki vindur að ráði en töluverð úrkoma - og -5 stiga jafnhitalína í 850 hPa(strikalínur) liggur þvert yfir landið frá suðri til norðurs (á leið til austurs).
Þetta er einmitt sá hiti sem veðurfræðingum þykir þægilegt að nota til að greina að snjó og regn - (en raunveruleikinn sinnir þægindum einhverrar fræðistéttar ekki neitt - alla vega ekki til lengdar).
Sé úrkomusvæðið í kringum -5 stiga jafnhitalínuna á hraðri hreyfingu - utan af sjó - má e.t.v frekar giska á rigningu, sé úrkoman áköf hallast líkur að snjókomu. Sé hún klakkakennd - þannig að bjart sé á milli hryðja - er jafnvel möguleiki á frostrigningu - en það vilja menn síst af öllu. Að vanda látum við Veðurstofuna um að höndla raunveruleikann - en hungurdiskar reika sem fyrr um í draumaveröld reiknilíkana (tilbiðja þau samt ekki - munið það).
Það er mesta furða hvað evrópureiknimiðstöðin er róleg yfir því sem fylgir á eftir - en skýtur að vísu nokkrum föstum skotum í átt til Bretlandseyja næstu daga á eftir - ameríkureikningar eru órólegri hvað okkur varðar. Sannleikurinn er hins vegar sá að vissara er að fylgjast vel með stöðunni - og vona jafnframt að nýtt ár færi okkur blíður á blíður ofan - og frið frá ófærð, skafrenningi og hálku (nema í skíðalöndum og á jöklum - þar má snjóa sem lystir).
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 39
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 2486
- Frá upphafi: 2434596
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 2208
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mér sýnist nú nýja árið færa okkur frost á frost ofan með stillum og fallegu veðri. Spárnar virðast sammála um það nema einn og einn veðurfræðingurinn sem lifir í von um endalaus hlýindamet.
Ekki græt ég umhleypingana þótt sumir virðast gera það.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 10:32
Reiknimiðstöðvar eru nú mjög ósammála og reikandi um veður hér á landi fyrstu viku janúarmánaðar.
Trausti Jónsson, 30.12.2014 kl. 13:13
Sé að danska veðurstofan (DMI) er að spá vindasömum en hlýum janúar þar í landi. Vindurinn á að koma úr s/v með talsverðri vætu en hlýju lofti.
Þetta passar mjög við langtímaspá fyrir Ísland, en hér á að koma kalt heimskautaloft úr n/v í janúar og þetta heimskautaloft þrýstir hlýju lofti frá Íslandi inn yfir Bretlandseyjar og þaðan austurúr inn yfir Danmörku og sunnanverða Skandinavíu.
Við munum því eiga von á köldum, rysjóttum og snjóþungum janúar á meðan íbúar norðanverðar Evrópu fá vorblíðu eins og hún gerist best á Íslandi.
Ö. Jónasson (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 13:57
Evrópureiknimiðstöðin (sú spá sem danir nota) gerir ráð fyrir vestanátt og hlýju í V-Evrópu en þrálátum austan- og norðaustanáttum hérlendis - svipað og var í janúar og febrúar í fyrra. Í slíku veðurlagi er hitafar mjög óráðið - í fyrra var mjög hlýtt hér - . Að þessu sinni gerir mánaðarspá reiknimiðstöðvarinnar ráð fyrir hita um eða yfir meðallagi fyrstu vikuna, í annarri viku verði hiti 1 til 3 stigum undir meðallagi, í þriðju viku í eða rétt undir meðallagi og í fjórðu viku í meðallagi - yfir því fyrir norðan land - en undir fyrir sunnan. En austanáttarspáin er mjög eindregin. - En þessar spár eru ekki sérlega áreiðanlegar.
Trausti Jónsson, 30.12.2014 kl. 15:32
var að skoða atlanshafsspána næstu daga það virðist ekki þurfa mikið til að veðrið her breitist. þó vill ég heldur staðfiðrið það eru víst litlar líkur á því
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 16:50
Norska spáin gerir ráð fyrir eindregnu frosti svo langt sem hennar spá nær, eða fram til 8. janúar, alveg niður í 10 stiga frost. Áttin verði aðallega norðlæg og norð-austlæg en ekki austlæg.
Einnig gerði hún, fyrir nokkrum dögum, ráð fyrir köldum vetri (jan-mar).
Þetta er því spá um allt annað veður en var í byrjun þessa árs.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 17:39
Norska spáin er beint afrit af spá evrópureiknimiðstöðvarinnar þegar kemur fram yfir tvo sólarhringa. Hún er mjög flöktandi þessa dagana - síðari hluti tímabilsins var frekar rólegur i morgun - aftur á móti illa brjáluð síðdegis - en hiti í báðum tilvikum nærri meðallagi (1981 til 2010) næstu 10 daga í heild. Amerísku spárnar vægast sagt út og suður - m.a. er í nýjustu runu boðið upp á 917 hPa lægð við Vesturland. Hún verður væntanlega horfin í þeirri næstu - eftir 6 klst. Það er ólíklegt að janúar og febrúar í ár bjóði upp á einhverja endurtekningu þess óvenjulega í fyrra - en það var líka sagt um áramót 1989-1990 - þegar staðan var ámóta ólíkleg.
Trausti Jónsson, 30.12.2014 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.