Flókin áramótastađa?

Hlýindin sem nú (sunnudagskvöld 28. desember) ganga yfir landiđ standa stutt viđ. Aftur fer ađ kólna vestanlands strax síđdegis á mánudegi. En ţá kemur afskaplega óráđiđ loft inn yfir landiđ. Kalt ađ uppruna, en búiđ ađ fara mjög langan sveig suđur í haf áđur en ţađ kemur til okkar. Vinsćlast er ţó ađ spá hita ofan frostmarks á láglendi fram á gamlársdag eđa gamlárskvöld - en ekki verđur nćrri ţví eins hlýtt og á mánudeginum. 

Ţetta er ekkert sérlega skemmtilegt ţví hláka af ţessu tagi er nánast gagnslaus á klakann og heldur ađeins viđ ţeirri flughálku sem nú er nćr alls stađar ţar sem gangandi eiga leiđ um. Mánudagshlákan er ađeins öflugri. 

En nú gera spár ráđ fyrir ţví ađ kaldara loft (međ einhverju frosti) nái til landsins á gamlárskvöld. Framhaldiđ er hins vegar afskaplega flćkjulegt. Viđ skulum líta á norđurhvelsspá evrópureiknimiđstöđvarinnar á áramótum, (kl. 24 31. desember 2014 eđa ađ amerískum hćtti, kl. 00 ţann 1. janúar 2015 - er ekki allt ađ verđa amerískt hvort eđ er - meira ađ segja útvarpiđ og heilbrigđiskerfiđ). Nóg um ţađ - kortiđ frekar.

w-blogg291214a

Ađ venju eru jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví hvassari er vindurinn. Gríđarleg vindröst liggur frá austurströnd Bandaríkjanna og linnulítiđ áfram eins og séđ verđur á kortinu. Sjóngóđir munu geta séđ smábylgjur á mörkum hlýja og kalda loftsins í röstinni. Ţessar bylgjur keppa hver viđ ađra nćstu daga um veđurvöld á Atlantshafinu. 

Lítiđ samkomulag er hjá reiknimiđstöđvum um ţađ hvernig ţeirri keppni lyktar. Litirnir sýna ţykktina, hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Mörkin á milli grćnu og bláu litanna eru sett viđ 5280 metra, međalţykkt viđ Ísland á ţessum árstíma er í kringum 5240 metra. Viđ sjáum af legu litanna ađ hiti viđ Ísland er nćrri međallagi á gamlárskvöld, - ekki mjög fjarri frostmarki. 

Vestur í Kanada byltir sér kuldapollurinn mikli - sem viđ höfum kallađ Stóra-Bola. Hann hefur reyndar ekki enn náđ fullum vetrarstyrk - fjólubláu litirnir sem hann flaggar eru ekki nema tveir - bođiđ er upp á fjóra. 

Ţetta er ekkert sérlega efnileg stađa frá sjónarhóli snćvar- og hálkumćddra landsmanna - en vonandi ađ illviđrin verđi ekki ţađ mikil ađ skíđamenn verđi ađ láta af iđju sinni og ađ ófćrđ hindri samgöngur ađ ráđi.- En ţađ er ekki gefiđ - viđ skulum bara vona ađ úr rćtist.

Eins og sjá má er enn leiđindakuldapollur yfir Ítalíu og nágrenni og annar minni ţó ógnar Kaliforníu - ađ vísu veitir ţar ekki af snjó til fjalla. Svo ţykir ameríkumönnum aldrei ţćgilegt ađ vera međ Stóra-Bola í ţessari stöđu - rétt norđan viđ mannabyggđir. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 238
 • Sl. sólarhring: 395
 • Sl. viku: 1554
 • Frá upphafi: 2350023

Annađ

 • Innlit í dag: 211
 • Innlit sl. viku: 1414
 • Gestir í dag: 208
 • IP-tölur í dag: 203

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband