Kuldakast í Mið- og Suður-Evrópu

Hæðarhryggurinn sem færir okkur hlákuna stuggar köldu lofti til suðurs um Evrópu. Það mun halda áfram að valda þar vandræðum næstu daga. Umfang þess sést mjög vel á kortinu hér að neðan. Kortið sýnir spá bandarísku veðurstofunnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina um miðnætti á mánudagskvöld.

w-blogg281214a

Ísland er ofarlega til vinstri á myndinni sem annars sýnir alla Evrópu og nær allt til Miðausturlanda. Þegar spáin gildir eru hlýindin í hámarki hér á landi. Þykktinni er spáð í 5520 metra þar sem mest er yfir Austurlandi - en kaldara loft er farið að sækja að Vesturlandi úr vestri. 

Hæðarhryggurinn hefur nærri því lokað af tungu af köldu lofti. Hér liggur tungan allt suður til Norður-Afríku og snjókoma er hugsanleg í Túnis. Veðurstofur Serbíu og Króatíu flagga rauðu á veðurviðvarananeti Evrópuveðurstofa og víða verður illt í efni.  

En svo mikill órói er í vestanvindabeltinu þessa dagana að þessi kuldatunga á ekki að festast heldur mun hún áfram til austurs og síðan mildast fyrir næstu helgi.

Vestanhafs er gríðarmikið háþrýstisvæði á leið til suðurs meðfram Klettafjöllunum austanverðum - þrýstingur í spám er vel yfir 1055 hPa. Því fylgir tunga af köldu lofti. Nú er ekki ljóst hvort hún kemst alla leið til Kaliforníu - hún gerir það í spáheimum en þeir eru ekki alltaf áreiðanlegir - eins og við vitum vel.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hefði gjarnan mátt vera hláka aðeins fleiri daga skv. nyjustu spám.   Klaka og hálkuvesen á hlöðum og vegum.  Snjóalög á túnum og útjörð frekar til vandræða ef það bunkast upp með nýjum klaka og þíðu á víxl.  Kveðja úr Flóanum.

P.Valdimar Guðjónsson, 28.12.2014 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 178
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annað

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband