Umhleypingar, hláka og hálka

Eftir veđurfriđsćla jólahelgi virđist umhleypingatíđin aftur taka viđ frá og međ sunnudegi (28. desember) en ţá á hann ađ ganga í öfluga sunnanátt međ hláku - og ţar međ hálku á ísi lagđri jörđ. Hlákan verđur nokkuđ öflug en nćgir vćntanlega ekki til ađ eitthvađ hreinsist ađ gagni. 

Kortiđ hér ađ neđan sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina mánudaginn 29. desember kl. 6 ađ morgni.

w-blogg271214a

Jafnhćđarlínur eru heildregnar og sýna hćđ 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Rauđu strikalínurnar sýna ţykktina, sömuleiđis í dekametrum. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er, ţví hlýrra er loftiđ. Ţađ er 5460 metra jafnţykktarlínan sem nćr inn á landiđ. Ţetta er sumarhlýtt loft efra - en sjór og snćvi ţakiđ land sjá um ađ viđ njótum hitans ekki ađ fullu. - En góđ tilraun samt. Í vindasömu fjallaumhverfi gćti hitinn ţó komist yfir 10 stig einhvers stađar. 

Evrópureiknimiđstöđin segir ţykktina verđa ofan međallags lengst af fram á nýjársnótt - en mestu hlýindin verđa komin hjá um miđjan ţriđjudag - fyrst kólnar aftur vestanlands. 

Nokkur hreyfing er á stóru kuldapollunum og ekki fullljóst á ţessari stundu hvert framhald verđur. Líklegt verđur ţó ađ telja ađ viđ lendum aftur í lćgđabraut á austurjađri Kanadakuldapollsins sem viđ höfum oft kallađ Stóra-Bola. Ţađ kemur í ljós. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 18
 • Sl. sólarhring: 308
 • Sl. viku: 2921
 • Frá upphafi: 1954261

Annađ

 • Innlit í dag: 17
 • Innlit sl. viku: 2581
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband