Sloppiđ fyrir horn?

Svo virđist nú (á ţorláksmessukvöld) ađ jólaveđriđ sleppi fyrir horn. Ekki ţannig ađ veđur á ađfangadag og jóladag hafi einhvern tíma veriđ í teljandi hćttu. Aftur á móti leit um tíma illa út međ veđur á annan og ţriđja jóladag. Nú virđist ţađ illviđri úr myndinni - eđa ţví sem nćst. Ţađ virđist varla rúm fyrir ţađ í hrađri atburđarás í hringekju norđurhvels.

w-blogg241214a

Viđ sjáum hér spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina síđdegis á annan jóladag. Norđurskautiđ er rétt ofan viđ miđja mynd og Ísland dylst á bak viđ eitt af hvítu L-unum ekki langt ţar fyrir neđan. 

Jafnhćđarlínur eru heildregnar. Ţví ţéttari sem ţćr eru ţví hvassara er í fletinum, í 5 til 6 km hćđ yfir sjávarmáli. Ísland er nćrri lítilli lćgđarmiđju og vindur hćgur yfir landinu ţegar spáin gildir. Vestan viđ land er mjög háreistur hćđarhryggur og hreyfist hann til austurs og ryđur lćgđinni burt. 

Ţykktin er sýnd međ litum (kvarđinn batnar sé kortiđ stćkkađ), hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Mörkin á milli grćnu og bláu litanna er viđ 5280 metra - en međalţykkt viđ Ísland í desember er um 5250 metrar. 

Rýnum nú í eitt smáatriđi. Fyrir norđan land liggja borđar ţriggja blárra litatóna nokkurn veginn samsíđa frá vestsuđvestri til austnorđausturs. Ţar sem ţeir liggja ţéttast, milli Vestfjarđa og Grćnlands er norđaustanillviđri undir. 

Ef hćđarhryggurinn fyrir vestan land vćri hreyfingarlaus myndi lćgđin yfir landinu hreyfast beint til suđurs og draga kalda loftiđ og storminn á eftir sér suđur yfir landiđ - og ţar ađ auki ţétta jafnţykktarlínurnar. Svo virđist hins vegar ađ hćđarhryggurinn muni slíta á milli kuldans og lćgđarinnar og lćgđin ţar međ ćđa suđaustur til Bretlands. Ţar međ sleppur landiđ naumlega frá illviđrinu. 

Ţađ nćsta sem ţađ kemst er einmitt ţarna síđdegis á annan jólardag og sést vel á kortinu hér fyrir neđan.

w-blogg241214b

Hér sjáum viđ vindaspá evrópureiknimiđstöđvarinnar (í 100 metra hćđ) á sama tíma, kl. 18 síđdegis á annan jóladag. Framhaldiđ er ađ sögn ţađ ađ vindurinn dettur snögglega niđur - en tekur sig reyndar aftur upp á laugardag - en ţá viđ Skotlandsstrendur, langt frá okkur. 

Hćgt vćri ađ velta sér lengi upp úr norđurhvelskortinu - vonandi ađ einhverjir lesendur geri ţađ (???) - en hjá ritstjóranum er kominn tími til ađ óska ţrautseigum lesendum gleđilegra jóla.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2731
  • Frá upphafi: 2378307

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2420
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband