Umhleypingar, hláka og hálka

Eftir veðurfriðsæla jólahelgi virðist umhleypingatíðin aftur taka við frá og með sunnudegi (28. desember) en þá á hann að ganga í öfluga sunnanátt með hláku - og þar með hálku á ísi lagðri jörð. Hlákan verður nokkuð öflug en nægir væntanlega ekki til að eitthvað hreinsist að gagni. 

Kortið hér að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina mánudaginn 29. desember kl. 6 að morgni.

w-blogg271214a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Rauðu strikalínurnar sýna þykktina, sömuleiðis í dekametrum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er, því hlýrra er loftið. Það er 5460 metra jafnþykktarlínan sem nær inn á landið. Þetta er sumarhlýtt loft efra - en sjór og snævi þakið land sjá um að við njótum hitans ekki að fullu. - En góð tilraun samt. Í vindasömu fjallaumhverfi gæti hitinn þó komist yfir 10 stig einhvers staðar. 

Evrópureiknimiðstöðin segir þykktina verða ofan meðallags lengst af fram á nýjársnótt - en mestu hlýindin verða komin hjá um miðjan þriðjudag - fyrst kólnar aftur vestanlands. 

Nokkur hreyfing er á stóru kuldapollunum og ekki fullljóst á þessari stundu hvert framhald verður. Líklegt verður þó að telja að við lendum aftur í lægðabraut á austurjaðri Kanadakuldapollsins sem við höfum oft kallað Stóra-Bola. Það kemur í ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 2434596

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2208
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband