Jólaveðrið - (engin viðbótarfrétt)

Kortið sem litið er á í dag (mánudag 22. desember) er nærri því alveg eins og annað kortanna sem fjallað var um í gær, enda virðast reiknimiðstöðvar hafa náð góðu miði á veðrið á aðfangadagskvöld. Kort dagsins gildir á sama tíma og kort gærdagsins - en er sólarhring yngra.

w-blogg231214a

Strikalínurnar sýna hita í 850 hPa-fletinum og ef þetta kort er borið saman við „sama“ kort í pistlinum í gær má sjá að -15 stiga jafnhitalínan er komin alveg norður fyrir land - gæti bent til þess að spáin í dag sé um 2 stigum hlýrri heldur en spáin í gær. Það munar um það. Grænu og gulu svæðin við landið tákna dálítil él eða snjókomu. Líkur benda því til þess að einhverjir fái að sjá snjókorn á aðfangadagskvöld. 

Vaxandi lægðardrag er vestast á Grænlandshafi og velur það eitthvað ákveðnari snjókomu á jóladag [því miður - að áliti ritstjórans].

Lægðasvæðið langt suður í hafi er enn ógnandi - en evrópureiknimiðstöðin hefur hins vegar slegið nokkuð af frá fyrri illviðraspám [hvað Ísland varðar] - við gætum sum sé sloppið með skrekkinn - ekki þó útséð. Það er með nokkrum ólíkindum hvað reiknimiðstöðvar eru reikandi þessa dagana - það þykir veðurfræðingum óþægilegt að sumu leyti - en ánægjulegt þó að verða var við að líkönin séu raunverulega ólík á einhvern hátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 52
 • Sl. sólarhring: 435
 • Sl. viku: 1816
 • Frá upphafi: 2349329

Annað

 • Innlit í dag: 40
 • Innlit sl. viku: 1632
 • Gestir í dag: 40
 • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband