Sveipir og strengir

Algengt er að þegar lægðir fara að grynnast snarist út alls konar sveipir.Einn slíkur fór yfir höfuðborgarsvæðið um hádegi í dag (fimmtudag) og olli nokkurri snjókomu. Hann sást vel, bæði á gervihnattarmyndum og í ratsjá. Hann er enn sýnilegur á myndinni hér að neðan - en hún er frá því rétt fyrir kl. 22 í kvöld (ör sem merkt er tölustafnum 1 bendir á sveipinn). 

w-blogg191214a

Greina má sveipinn á loftvogarsíritum - með góðum vilja. Annar sveipur er norðan við Vestfirði á myndinni og sennilega bíða fleiri í leyni fyrir norðan og norðaustan land.

Allir þessir sveipir hreyfast hringinn í kringum háloftalægðina sem nú er yfir landinu, til suðvesturs fyrir norðan land, síðan til suðurs fyrir vestan land eða yfir landinu og þá til suðausturs þegar komið er suðurfyrir. Reiknilíkönin mega hafa sig við til að halda utan um þetta allt saman - og mesta furða hvað þau gera það. Slík frammistaða var nánast óhugsandi fyrir áratug eða svo - og jafnvel er styttra síðan. 

Ekki er því nú samt alveg að treysta að haldið sé utan um allt - veðurfræðingar á vakt verða að fylgjast vel með myndum og athugunum. 

Sveipirnir norðan við land verða til í jaðri norðaustanstrengsins í Grænlandssundi og þegar háloftalægðin verður komin austur fyrir land falla leifar hans suður um landið. Föstudagurinn er því nokkuð óráðinn og ættu ferðamenn að fylgjast vel með spám og veðurathugunum áður er lagt í hann yfir heiðar og undir fjöllum. 

En hreina stundin á milli þessa lægðakerfis og þess næsta verður stutt - rétt rúmlega aðfaranótt laugardagsins um landið vestanvert og kannski eitthvað fram á miðjan þann dag eystra. En látum Veðurstofuna vinna sín verk - gangi henni og ykkur vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 478
  • Sl. viku: 2257
  • Frá upphafi: 2348484

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1976
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband