Rólegur fimmtudagur?

Oft er stundarfriður innan í stórum lægðum sem eru að grynnast. Þannig er það á morgun (fimmtudaginn 18. desember). Illviðri er þó enn nær allt um kring - en verður farið að slakna þegar lægðin fer austur af. Þetta sést vel á spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 (fimmtudag 18.).

w-blogg181214a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, úrkoma sýnd í lit og jafnhitalínur í 850 hPa eru strikaðar. Gríðarmikil flatneskja er yfir landinu og hafinu austan við, en illviðri (eins og venjulega að undanförnu) við Norðaustur-Grænland og til suðurs um Grænlandssund og vestan við land. Einnig er mjög hvöss vestanátt suður af landinu. 

Við sleppum víst ekki alveg við norðanáttina - hún kemur af nokkru afli inn á Vestfirði seint um kvöldið eða á aðfaranótt föstudags - fylgist með spám Veðurstofunnar varðandi það. Svo fer veðrið suður og austur um - en að sögn slaknar það á þeirri leið. 

Föstudagurinn gæti því orðið brúklegur víða - en ekki alls staðar. Mikil hvíld er af því að fá einn eða tvo hæga daga á undan næstu lægð. Hún verður, eins og þær að undanförnu, til við stefnumót kulda úr vestri - lúmsk lægð er við Vestur-Grænland - og hlýrri lægðar sem á kortinu er yfir strandfylkjum Kanada. 

Ekkert verður hér fullyrt um afl þessarar lægðar sem á að koma hingað á laugardaginn. Hvað svo gerist látum við liggja á milli hluta en samt má geta þess að amerískir veðurbloggarar fara nú mikinn yfir óvenju djúpri lægð sem spáð er þar vestra yfir jólin. Það er nú fullsnemmt að smekk ritstjóra hungurdiska - en ef af lægðinni verður raskast lægðabrautir trúlega frá því sem verið hefur á okkar slóðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 429
  • Sl. sólarhring: 431
  • Sl. viku: 2208
  • Frá upphafi: 2347942

Annað

  • Innlit í dag: 382
  • Innlit sl. viku: 1914
  • Gestir í dag: 361
  • IP-tölur í dag: 351

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband