Kuldalegt kort

Þykktargreining evrópureiknimiðstöðvarinnar á hádegi í dag (sunnudaginn 7. desember) er heldur kuldaleg. 

w-blogg081214a

Mesta þykktin sýnist vera 5240 metrar, það er nálægt meðallagi desembermánaðar hér á landi - en þykir kalt á Bretlandseyjum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Jafnþykktarlínur eru heildregnar - en litafletir sýna hita í 850 hPa. Hitinn sá nær hvergi -2 stigum. 

Þetta er eina kort 10-daga spárununnar frá hádegi í dag sem er alblátt. Á hinn bóginn er kaldasta loftið ekkert sérlega kalt. Það er 5160 metra jafnþykktarlínan sem fer í sveig um sunnan- og austanvert Ísland. Þetta er um 80 metrum undir meðallagi - um 4 stigum - en í raun varð meðalhiti í byggðum landsins um -2,6 stigum undir meðallagi. 

Lægsta þykktin á kortinu er vestan við Grænland - þar er hún rétt undir 5000 metrum. Það er kalt - líka hér á landi. En þetta loft virðist ekki vera á leið hingað - Grænlandsjökull stíflar framrás þess til austurs. 

Að tiltölu er heldur kaldara í 850 hPa-fletinum, þar liggur mjög kalt loft í leyni við Norðausturgrænland - frostið rúm -20 stig. Það er reyndar alvanalegt á þeim slóðum.

Við sjáum líka að langt er á milli jafnþykktarlína - en það stendur ekki lengi því gríðarlega öflug lægð er að ráðast inn á sunnanvert Grænlandshaf og á hún að valda illviðri hér á landi á mánudagskvöld. Með lægðinni kemur miklu meiri þykkt - upp undir 5400 metra þegar best lætur - en það hlýja loft fer fljótt austur um.

Fylgist með spám Veðurstofunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 126
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1212
  • Frá upphafi: 2352171

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 1101
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband