21.11.2014 | 01:04
Kuldapollur - eða kuldapollurinn eða ?
Í fréttum af kuldum vestanhafs hefur hugtakið polar vortex, langoftast með ákveðnum greini vaðið uppi. Þeir sem eitthvað hafa fylgst með umræðum á bakvið fréttirnar hafa sjálfsagt orðið varir við ákveðinn pirring sérfræðinga vegna notkunar á hugtakinu. Sá pirringur er ekki alveg ástæðulaus - mörgum finnst fréttamenn séu að stela orðunum til að nota yfir annað heldur en hefðbundið er.
Ónákvæmni og ágreining mætti reyndar losna við að mestu ef ákveðna greininum væri sleppt og óákveðinn notaður í staðinn í daglegum fréttaflutningi. Hér á landið eigum við í aðeins öðrum vandræðum - rétt íslenskt orð um the polar vortex (með ákveðnum greini) hefur ekki enn fundist - við eigum hins vegar ágætt orð um a polar vortex. Þetta er nú eitthvað dularfullt? En lítum aðeins á málið.
Um margra áratuga skeið hafa háloftalægðirnar stóru sem ná yfir stóra hluta norðurhvels verið kallaðar the polar vortex. Það gerir þýðingu á íslensku erfiðari að þær eru eiginlega tvær. Önnur situr í heiðhvolfinu - en hin við veðrahvörfin og efri hluta veðrahvolfs. Eðli lægðanna er svosem svipað. Sú í heiðhvolfinu er sjáanleg og skýr flesta daga vetrarhelming ársins - en hverfur algjörlega á sumrin. Stundum hleypur óþekkt í hana um miðjan vetur og hún skiptist í tvennt. Við viljum geta talað um heiðhvolfslægðina án þess að vera sífellt að rugla henni saman við það sem neðar er.
Dæmi um heiðhvolfslægðina í góðum gír sést á kortinu hér að neðan - frá því í janúar á þessu ári (2014).
Þá vitum við það.
Veðrahvarfalægðin er meðaltalsfyrirbrigði - lega hennar og lögun skiptir höfuðmáli fyrir veðurfar frá ári til árs - en veður frá degi til dags víkur mikið frá meðaltalinu. Lítum á meðalhæð 500 hPa-flatarins og þykktarinnar í janúar 1981 til 2010.
Sé flett upp í skilgreiningu á the polar vortex í orða- og hugtakasafni bandaríska veðurfræðifélagsins fáum við lýsingu á þessu korti [tengillinn á að vísa á staðinn].
Lægðarmiðjurnar eru tvær í janúar á meðalkortunum - önnur yfir kanadísku heimskautaeyjunum, en hin yfir Austur-Síberíu. Takið eftir því að meðalhæð flatarins í miðri lægðinni er um 5000 metrar. Áraskipti eru á styrk og staðsetningu - rétt eins og á öðrum meðalfyrirbrigðum t.d. svonefndri Íslandslægð.[Íslandslægðin sést reyndar vel á þessu korti - og ástæðan fyrir því að hún er þar sem hún er - um það höfum við fjallað nokkrum sinnum áður á hungurdiskum].
En þetta er bara meðaltal - frá degi til dags eru fjölmargar lægðarmiðjur á ferð á norðurslóðum. Við eigum einfalt orð yfir þær: Kuldapollar - nú heimskautakuldapollar vilji menn það frekar. Það gætu ameríkumenn alveg nefnt a polar vortex - með óákveðnum greini - og nafnavandamálið þar með úr sögunni.
Bandaríkjamenn fá stundum kuldapolla yfir sig úr norðri - alveg óspillta af upphitun sjávar - til þess þarf þó ákveðin hringrásarskilyrði - sem við skulum bíða með að velta vöngum yfir.
En lítum á spákort sem gildir síðdegis á laugardag 23. nóvember.
Rauði strikalínuhringurinn er sá sami og á meðalkortinu hér að ofan. Við skulum taka eftir því að lægsta hæð 500 hPa-flatarins er hér talsvert minni en á meðalkortinu. Á meðalkortinu var enginn fjólublár litur - en bláa svæðið er þar talsvert stærra heldur en nú - enda gildir það kort í janúar - en enn er bara nóvember.
Næsta kort er alveg eins - nema að búið er að setja hringi utan um helstu kuldapollana.
Hér er enginn kuldapollur yfir Bandaríkjunum - sá sem er milli Labrador og Grænlands er að hlýna. Sá sem rétt norðan við Hudsonflóa er öflugri - en er ekki á leiðinni neitt - í bili. Við sitjum í sunnanhlýviðri.
Nú er mjög þægilegt fyrir okkur - á íslensku að tala um Hudsonflóakuldapollinn - og sjálfsagt fyrir ameríska að tala um a polar vortex við Hudsonflóa - the polar vortex nær nefnilega yfir allt svæðið - lauslega innan þykksrauðstrikaða hringsins - og kuldapollurinn yfir Síberíu er mun öflugri heldur en sá við Hudsonflóa.
En mæðist ekki mjög yfir þessu. Kuldapollar verða við líði á bloggi hungurdiska svo lengi sem það lifir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 18
- Sl. sólarhring: 445
- Sl. viku: 2280
- Frá upphafi: 2410269
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 2042
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
færist þettað svæði til eftir árum eða er svæðið svo lítið að það hefur ekki bláss til að færast til. berjast þá hæðir og lægðir um blássið á svæðinu. ef ég skil myndirnar rétt er nokkur óstöðugleiki á svæðinu. gæti sá óstöðugleiki haft áhrif á íslandi átta mig ekki á kortinu hvar ísland er þar sem þú skrifar um að önnur sé yfir kanadísku heimskautaeijunum og hin yfir austur siberíu. er ekki nokkur hætta á að það verði svo lítill óstöðugleiki á svæðinumeðan jafnvægi er ekki náð. leitast ekki veður til að leita jafnvægis það tekur bara tíma
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.