Frostleysa

Ekkert frost mældist í byggðum landsins í júní og júlí í sumar (2014). Við nánari eftirgrenslan kom í ljós að þetta er harla óvenjulegt og ekki hafa tveir samliggjandi sumarmánuðir verið frostlausir í byggð hér á landi síðan í júlí og ágúst 1950. Þá var stöðvakerfið talsvert gisnara heldur en nú er og líkur á frostlausum mánuði því meiri af þeim sökum einum heldur en nú er. 

Við borð lá þó að júlí yrði ekki frostlaus - frost mældist nefnilega aðfaranótt 1. ágúst. En frostlausa syrpan í ár reyndist þó vera 64 daga löng. Eins og oft hefur verið fjallað um á hungurdiskum áður valda stöðugar breytingar á stöðvakerfinu því að dagasyrputímaraðir eru aldrei alveg skotheldar. Þegar á heildina er litið hefur stöðvum fjölgað á síðustu 20 árum - en á móti kemur að samsetning kerfisins hefur breyst. Hlutur mannaðra athugana fer sífellt minnkandi. Mannaða kerfið verður ekki eins fiskið á landshámörk og lágmörk eins og það var - en það sjálfvirka veiðir betur og betur (þar til það verður skorið niður líka).

Lesendur verða ekki þreyttir á kerfasamanburði að þessu sinni (það hefur verið gert oft áður), en við skulum líta á tímaraðir og fleira smálegt.

Lengsta byggðarhláka ársins 

Daglega gagnaröðin er sæmilega samræmd aftur til 1961. Á því tímabili skilaði sumarið 2014 lengsta samfellda hlákutímanum, (64 dagar), en 2007 þeim stysta (11 dagar). Enga leitni er að sjá og ekkert samband við sumarmeðalhita heldur. 

Ekki sérlega marktækt met í sumar, en met samt í metaheimi. Spyrja má fleiri spurninga. Hversu margir dagar í röð hafa mest verið frostlausir í byggð á landinu í janúar? Svar: 4 dagar í janúar 1973. En febrúar? Svar: 3 dagar í febrúar 1965. Mars?  4. dagar 1964. Desember? 4 dagar 1977. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 228
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1314
  • Frá upphafi: 2352273

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 1185
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband