Október undir meðallagi

Eins og fram hefur komið í frétt á vef Veðurstofunnar (og á fjasbókarsíðu hungurdiska) var meðalhiti í nýliðnum október undir meðallaginu 1961 til 1990 bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þetta eru mikil viðbrigði frá því sem verið hefur hingað til í ár. En neikvæðu vikin eru ekki stór - rétt svo að þau nái að vera neikvæð og var hiti raunar ekki undir meðallagi um land allt. Sé landsmeðalhiti reiknaður kemur í ljós að hann var þó neikvæða megin við strikið, vikið er -0,06 stig, sem er ómarktækt neikvætt.

En í keppnisgreinum og metingi látum við aukastafi skipta máli. Hér að neðan er fjallað um talningu neikvæðra mánaða á landinu frá 2001 til 2014. Fyrst skal þess getið að öll árin 13 sem liðin eru eru ofan meðalhitans 1961 til 1990 (og reyndar nokkur síðustu ár 20. aldar líka). 

w-blogg021114a 

Hér er talið hversu margir mánuðir hvers árs hafa verið undir meðallagi. Flestir voru neikvæðu mánuðirnir í fyrra (2013), fjórir - oftast hafa þeir verið tveir á ári (7 sinnum), þrisvar 1 og tvisvar 3. Engin mánuður var undir meðallagi árið 2003. Alls eru mánuðirnir 27 á 14 árum (tveir gætu enn bæst við). 

Neikvæðnin raðast misjafnt á almanaksmánuðina 12.

w-blogg021114b

Janúar, júlí og ágúst hafa aldrei verið undir meðallagi á landinu í heild í þessi 14 ár. Október hins vegar fimm sinnum. Um sérkennilega hegðun hans var fjallað á dögunum í sérstökum pistli hungurdiska (6. október). Næstneikvæðastir hafa febrúar og maí verið. 

Hegðan hitans síðustu 14 árin segir auðvitað lítið sem ekki neitt um framtíðina. Ekkert bendir þó enn til þess að lát sé á hlýindunum miklu sem nú hafa staðið á annan áratug hér á landi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 661
  • Frá upphafi: 2351222

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband