Frekar svalt?

Varla er hćgt ađ halda ţví fram ađ hlýtt hafi veriđ undanfarna viku - en ţađ hefur ekki veriđ átakanlega kalt heldur. Hitinn í mánuđinum ţađ sem af er er lítillega undir međallagi síđustu tíu ára á um 70 prósent veđurstöđva - en enn yfir ţví á afganginum, einkum fyrir austan. 

Ţegar vindur er hćgur og veđur bjart getur ţó kólnađ mikiđ á stöku stađ. Mesta frost sem mćlst hefur á landinu ţađ sem af er mánuđi er -17,5 stig sem mćldust í Svartárkoti ţann 25. Ţađ er nokkuđ mikiđ í október - en ţó talsvert frá landsmetum. 

Fyrra kortiđ hér ađ neđan sýnir greiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar á hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktinni í dag (ţriđjudag) kl. 12.

w-blogg291014a 

 Jafnhćđarlínur eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví meiri er vindurinn. Ţykktin er sýnd í litum, mörkin á milli gulu og grćnu flatanna eru í 5460 metrum. Ţađ sem strax vekur athygli á kortinu er hlýja tungan yfir Skandinavíu sunnanverđri. Henni fylgir mjög sterkur vindur og ţar sem hann keyrir hlýtt rakabólgiđ loftiđ upp Noregsfjöll ađ vestanverđu fellur gríđarmikil úrkoma. Mjög hlýtt er austanfjalls í Noregi. 

Viđ erum hins vegar í köldu lofti. Ţađ er ţó ekki sérlega kalt og langt er í eiginlegt heimskautaloft. Vestast á ţessari úrklippu má sjá lćgđ viđ Nýfundnaland. Hún hreyfist til austurs og síđar norđausturs. Kortiđ hér ađ neđan sýnir stöđuna eins og evrópureiknimiđstöđin telur hana verđa kl. 18 á fimmtudag (30. október).

w-blogg291014b

Hér sést meginhluti norđurhvels jađar. Ísland er rétt neđan viđ miđja mynd. Ţarna er svo komiđ ađ grćni liturinn hefur aftur tekiđ völdin í 5 km hćđ yfir landinu og enn hlýrra loft sćkir ađ. Ţessi breyting verđur ekki alveg átakalaus - alla vega ekki til fjalla. Hér sést stađa kalda loftsins yfir Íshafinu vel - langkaldast er viđ Síberíu ţar sem viđ sjáum fjólubláan ţykktarlit. Ţar um kring er kominn hörkuvetur.  

Ritstjórinn hefur veriđ spurđur um hvort blámóđan hvimleiđa hafi einhver áhrif á hita. Ekki á hann skýr svör viđ ţví - ţví miđur. Trúlegast er samt ađ móđan skipti oftast litlu máli - en vel má vera ađ hún hafi einhver stađbundin áhrif ţegar og ef hún fćr ađ liggja makindalega dögum saman í annars björtu veđri yfir sléttum hálendisins.  Í umrćđum um hnattrćna brennisteinsmengun er yfirleitt talađ um kćlandi áhrif slíkrar mengunar - hún eykur endurskin sólarljóssins (endurskinshlutfall). Slík áhrif eru ţó auđvitađ lítil ţar sem sólskin er lítiđ hvort eđ er eins og norđan heimskautsbaugs ađ vetrarlagi. En spurningin er alla vega umhugsunarverđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.8.): 56
 • Sl. sólarhring: 440
 • Sl. viku: 1695
 • Frá upphafi: 1952366

Annađ

 • Innlit í dag: 49
 • Innlit sl. viku: 1466
 • Gestir í dag: 47
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband