Frekar svalt til mánaðamóta?

Tíu daga meðalspár gera ráð fyrir frekar svölu veðri út mánuðinn og er líklegt að meðalhiti hans verði ekki fjarri meðallagi áranna 1961 til 1990, en undir meðallagi síðustu tíu ára. Staðan er þannig þegar þetta er skrifað (fimmtudag 23. október) að í Reykjavík er meðalhitinn það sem af er -0,7 stigum undir tíu ára meðaltalinu - á Akureyri er hann enn yfir því (+0,1 stig) en óvíst er að það litla forskot endist til mánaðamóta. 

En við lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, hita í 850 hPa og vik hitans frá meðallagi 1981 til 2010. Spáin gildir fyrir tíu daga, 23. október til 2. nóvember. Talsvert mun þó víkja frá þessu meðaltali einstaka daga tímabilsins.

w-blogg231014a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á kortinu sést að lægðir verða að meðaltali fyrir sunnan og austan land, og norðan- og norðaustanátt því ríkjandi. Það vekur samt athygli að óvenju hlýtt er við Norðaustur-Grænland en hins vegar er kalt við Grænland sunnan- og vestanvert.

Í háloftunum er staðan reyndar þannig að kuldinn hjá okkur er þar kominn úr vestri, með nokkrum köldum lægðum sem þaðan koma.

En vel að merkja - vikatölurnar (sjá litakvarðann) eru ekki stórar hér við land, tvö til þrjú neikvæð stig. 

Þetta ætti að tákna viðvarandi svala - en enga alvörukulda samt. Þetta er þó bara spá sem getur farið út og suður á einum degi.  

Sama spáruna gerir ráð fyrir því að úrkoma verði undir meðallagi um landið vestan- og suðvestanvert, en annars yfir meðallaginu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 40
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 2343293

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband