Frekar svalt til mánađamóta?

Tíu daga međalspár gera ráđ fyrir frekar svölu veđri út mánuđinn og er líklegt ađ međalhiti hans verđi ekki fjarri međallagi áranna 1961 til 1990, en undir međallagi síđustu tíu ára. Stađan er ţannig ţegar ţetta er skrifađ (fimmtudag 23. október) ađ í Reykjavík er međalhitinn ţađ sem af er -0,7 stigum undir tíu ára međaltalinu - á Akureyri er hann enn yfir ţví (+0,1 stig) en óvíst er ađ ţađ litla forskot endist til mánađamóta. 

En viđ lítum á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarmálsţrýsting, hita í 850 hPa og vik hitans frá međallagi 1981 til 2010. Spáin gildir fyrir tíu daga, 23. október til 2. nóvember. Talsvert mun ţó víkja frá ţessu međaltali einstaka daga tímabilsins.

w-blogg231014a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á kortinu sést ađ lćgđir verđa ađ međaltali fyrir sunnan og austan land, og norđan- og norđaustanátt ţví ríkjandi. Ţađ vekur samt athygli ađ óvenju hlýtt er viđ Norđaustur-Grćnland en hins vegar er kalt viđ Grćnland sunnan- og vestanvert.

Í háloftunum er stađan reyndar ţannig ađ kuldinn hjá okkur er ţar kominn úr vestri, međ nokkrum köldum lćgđum sem ţađan koma.

En vel ađ merkja - vikatölurnar (sjá litakvarđann) eru ekki stórar hér viđ land, tvö til ţrjú neikvćđ stig. 

Ţetta ćtti ađ tákna viđvarandi svala - en enga alvörukulda samt. Ţetta er ţó bara spá sem getur fariđ út og suđur á einum degi.  

Sama spáruna gerir ráđ fyrir ţví ađ úrkoma verđi undir međallagi um landiđ vestan- og suđvestanvert, en annars yfir međallaginu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband