Sumarúrkoma í Reykjavík (auk úrkomudagafjölda)

Úrkoma mældist nú meiri í Reykjavík á tímabilinu júní til september heldur en áður er vitað til. Í mánuðunum júní og september mældist úrkoman sérlega mikil, meir en tvöfalt meðaltal í báðum. Einnig rigndi mikið í júlí (72 prósent umfram meðallag), en í ágúst var úrkoman lítillega undir meðallagi.

Úrkoma í júní og september náði þó ekki eldri metum mánaðanna. Hungurdiskar hafa fjallað nokkuð um þessa miklu úrkomu júní- og júlímánaða áður, t.d. í færslu frá 22. júlí og annarri 26.júní. Þótt úrkomusumma mánaðanna júní til ágúst væri há var hún nokkuð frá meti. En september var drjúgur, virðist vera í 7. sæti mikilla úrkomumánaða. Eftir því sem best er séð var heildarúrkoma mánaðarins þó hvergi meiri en mest hefur mælst í september áður nema á tveimur af yngstu úrkomustöðvunum, Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum og Borgum í Hornafirði - á þessum stöðvum hefur aðeins verið mælt frá 2012. 

En lítum á sumarsummuna (júní til september) í Reykjavík á mynd.

w-blogg011014a 

Mælingaárin liggja á lárétta ásnum. Engar úrkomumælingar voru gerðar í Reykjavík á árunum 1908 til 1919. Þá var mælt á Vífilsstöðum, niðurstöður þeirra sumra sem þar var mælt eru einnig settar inn (rauðar súlur)- úrkomumælingar á staðnum voru ekki alveg trúverðugar - en förum ekki út í það.

Lóðrétti ásinn sýnir mm og grænu súlurnar sumarsummuna. Nýliðið sumar, súla sumarsins 2014 er sjónarmun hærri (415,9 mm) heldur en tvær þær næsthæstu (1887, 407,3 mm og 1899, 405,4 mm). Þurrast var sumarið 1956.

Við lítum líka á úrkomudagafjöldann. Hér eru dagar aðeins taldir með hafi úrkoma verið 1,0 mm eða meiri. Ástæðan er sú að á árum áður þótti sumum veðurathugunarmönnum varla taka því að mæla úrkomu minni en 1 mm. Talningar á dögum með úrkomu 0,1 mm eða meir eru þannig oftast óáreiðanlegar fyrstu ár mælinga þeirra löngu mæliraða sem til eru. Efri viðmiðunarmörkin (1,0 mm) gefa samanburðarhæfari raðir.

w-blogg021014a 

Hér er Vífilsstöðum alveg sleppt. Sumrin 2013 og 2014 eiga jafnmarga úrkomudaga, 62 hvort sumar og eru í 5 til 6 sæti á fjöldalistanum. Efst er sumarið 1969, með 71 dag. Síðan koma 1955 (69 dagar), 1947 og 2003 (62 dagar, hvort sumar). 

Enga leitni er að sjá á línuritunum - úrkomumagn og úrkomudagafjöldi virðist breytast tilviljanakennt frá ári til árs. Athyglisvert er þó að það sýnist sem úrkomusumur (eða þurr) klasist nokkuð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 125
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 1657
  • Frá upphafi: 2457212

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 1508
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband