Hitafar yfir Keflavíkurflugvelli síđustu sex áratugi - 2. áfangi

Í fyrri pistli var fjallađ um hita á Keflavíkurflugvelli og í um 1400 metra hćđ yfir honum frá ţví skömmu eftir 1950. Nú verđur litiđ ađeins ofar í lofthjúpinn, upp í 700 hPa og 500 hPa fletina. Fyrrnefndi flöturinn er í tćplega 3 kílómetra hćđ en sá síđarnefndi í rúmlega 5 kílómetrum - er ţá komiđ upp í mitt veđrahvolf - eđa rúmlega ţađ. 

Meginatriđi hitans á stöđinni og í 850 hPa var mikil hlýnun eftir 1985 - hátt í tvö stig á vetrum sé miđađ viđ 10-ára međaltöl. Áđur hafđi kólnađ nokkuđ - viđ jörđ byrjađi kólnunin strax á hafísárunum svonefndu (1965 til 1971) - en sú kólnun var talsvert minni suđvestanlands heldur en í flestum öđrum landshlutum. Hafískuldans gćtti ekki alveg eins mikiđ í 850 hPa og viđ jörđ og 10-ára međaltaliđ náđi hámarki uppi á árunum 1962 til 1971, en 1956 til 1965 niđri. 

Sumarhitinn var einnig í lágmarki um 1980 - en hćkkađi mun meira eftir ţađ heldur en hann hafđi lćkkađ áđur.

En hvađ gerđist í 3. og 5. kílómetra hćđ? Fyrri myndin sýnir vetrarhitann. Viđ notum hér alţjóđaveturinn (desember til febrúar). Ţađ er gert vegna ţess ađ í efstu flötunum sem viđ lítum á í ţessari pistlaröđ er vetri fariđ ađ halla í mars. 

w-blogg250914a 

Gráu ferlarnir vísa til 700 hPa-flatarins og ţađ gerir kvarđinn til vinstri einnig, strikađar línur einstök ár, en breiđari línan sýnir 10-ára međaltöl. Međaltölin eru skráđ á síđasta ár hvers 10-ára tímabils. Grćnu ferlarnir sýna hita í 500 hPa á sama hátt - hér er ţađ kvarđinn til hćgri sem gildir.

Ţađ sem fyrst má vekja athygli er ađ hafísárakuldinn sést alls ekki - kaldara er á vetrum fyrir 1960 heldur en á sjöunda áratugnum. Ţađ er hinn frćgi hlýindavetur 1964 sem rís lengst upp. Ţess má geta í framhjáhlaupi ađ hafísárakuldinn sést líka illa eđa ekki í samsćtumćlingum úr borkjörnum Grćnlandsjökuls. Viđ verđum ađ hafa ţessa vitneskju í huga ţegar mćlingar úr grćnlandsborkjörnum langt aftur í tímann eru túlkađar sem mćling á hitafari einstakra ára eđa stuttra tímabila hér á landi. 

Frá og međ 1974 kólnar verulega, 10-ára međalhiti í 700 hPa hrapar um hátt í 2 stig og litlu minna í 500 hPa. Eftir 1985 hćkkar hitinn aftur - hćgt í fyrstu - en síđan mjög ákveđiđ upp úr aldamótum og hefur síđan ţá veriđ mjög hár - en ekki ţó hćrri heldur en í fyrra hámarki. Ţetta síđara hámark er ţó orđiđ lengra en ţađ fyrra. 

Ţá er ţađ sumariđ, júní, júlí og ágúst á sama veg.

w-blogg250914b 

Ţessi mynd er ólík hinni fyrri. Hér sést kuldi á hafísárunum - en síđan hlýnar hratt fram til 1985 [0,8 stig í 700 hPa og um 1,0 stig í 500 hPa]. Síđan ţá hefur hlýnađ um 0,5 stig í 700 hPa, en heldur minna í 500 hPa. Í 500 hPa eru sumrin 1995 og 2010 hlýjust. Ţetta er býsna ólíkt ţví sem er niđur viđ jörđ. 

En getum viđ treyst ţessum mćlingum? Mjög líklega er ósamfellur ađ finna í ţeim - ađeins spurning hvenćr og hversu mikiđ. Háloftakannar hafa breyst mjög á tímabilinu sem og fleiri atriđi mćlinganna. Hin ólíka hegđan sumars og vetrar - og gott samband mćlinga í 850 hPa og niđur viđ jörđ auka ţó traust okkar. En frekari úrvinnsla gćti breytt myndunum. 

Ţađ sem ritstjórinn er hrćddastur um er ađ endurgreiningar stóru reiknimiđstöđvanna muni verđa látnar valta yfir mćlingarnar - taldar réttari. Sú er tilhneigingin. Ţađ er auđvitađ hiđ besta mál ţegar mćlingum og reikningum ber saman í stórum dráttum.

Í nćsta háloftapistli verđur litiđ á hitafar í 300 og 200 hPa-flötunum yfir Keflavíkurflugvelli á sama tímabili.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband