Umskipti í háloftunum?

Eftir til þess að gera hlýja austan- og norðaustanátt á mánudegi (11. ágúst) virðist sem norðvestanveðurlag verði ríkjandi í háloftunum í komandi viku (12. til 18. ágúst). Bylgjur koma þá hver á fætur annarri úr norðvestri í háloftunum yfir Grænland, fara til suðausturs yfir Ísland og til Bretlandseyja eða sunnanverðrar Skandinavíu. Þetta veðurlag hefur ekki verið algengt í sumar - en hefur kosti og galla. Kosturinn (þykir flestum) er að stundum fylgja því bjartir og góðir dagar - en aðalgallinn (þykir líka flestum) að oft koma leiðinlega kaldir norðanáttardagar á milli. 

Fyrsta lægðardragið er veigalítið - fer hjá á þriðjudaginn. Það sést vel á kortinu hér að neðan.

w-blogg110814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kortið gildir kl. 18 þriðjudaginn 12. ágúst og eru jafnhæðarlínur heildregnar en hiti í fletinum er sýndur í lit. Ekki munu margir taka eftir því þegar þetta lægðardrag fer hjá til suðausturs - þess gætir ekki svo mjög við jörð - og er þurrbrjósta. 

En næsta lægðardrag er öllu veigameira og á að fara hjá annað hvort á fimmtudag eða föstudag. Spennandi verður að sjá hvort það nær að draga kulda úr norðri til landsins.

Í vesturjaðri kortsins má sjá gríðarlega hlýtt loft - það kemst að því er virðist ekki til okkar - því miður. Mjög hlýtt loft hefur verið allt um kring í sumar - en hefur einhvern veginn tekist að forðast okkur. Við höfum ekki enn séð 25 stig á landinu - hvað þá meira.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 140
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 1714
  • Frá upphafi: 2350341

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1528
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband