10.8.2014 | 01:02
Hafgolan á Húsavík
Þessi pistill er ef til vill lítt við hæfi almennra lesenda - en hvað um það. Við horfum á hafgoluna á Húsavík - í tilefni af umræðum um óvenjulega marga hlýja daga þar í júlí síðastliðnum. Bent var á það í athugasemd við síðasta pistil (þar sem fjallað var um mun á hita við Húsavíkurhöfn og almennu sjálfvirku stöðina) að hafgola hefði verið minni í síðastliðnum júlí heldur en yfirleitt er. Hér verður sýnt að svo er í raun og veru.
Við lítum á fjórskipta mynd. Hún batnar við stækkun - en einstaka hluta hennar má einnig sjá mun betur í viðhengjum sem fylgja þessum pistli. Áhugasamir gætu litið á þær.

Fyrst myndin efst til vinstri. Þar má sjá dægursveiflu meðalvindhraða í júlí á Húsavík í m/s. Lárétti ásinn sýnir klukkustundir - en sá lóðrétti vindhraða. Blái ferillinn sýnir meðalvindhraða á klukkustundarfresti allan sólarhringinn og er meðaltal 12 júlímánaða (2003 til 2014). Rauði ferillinn sýnir hins vegar meðalvindhraða í nýliðnum júlí (2014). Hér sést greinilega að vindhraðinn í ár er talsvert minni heldur en að jafnaði. Hafgola júlímánaðar 2014 var varla hálfdrættingur á við það sem venjulegt er. Hún var bæði lengur í gang - og sérstaklega - hún datt fljótar niður heldur en venjulegt er.
Myndin efst til hægri sýnir svokallaða áttfestu. Því hærri sem hún er því fastari er vindurinn á áttinni ef vindáttin væri alltaf sú sama fær áttfestan tölugildið einn. Hún er lítil að næturlagi - hægur vindur reikar til og frá á áttinni. Blái liturinn sýnir meðaláttfestu í júlí. Þegar sól hækkar á lofti og hafgolan byrjar verður áttfestan smám saman meiri - og nær hámarki á þeim tíma sem hafgolan er áköfust - um kl. 16 - fellur eftir það hratt niður. Í júlí 2014 hélt áttfestan meðallagi fram til kl. 10 en fór þá að víkja frá meðaltalinu, hún náði hámarki frekar snemma á venjulegum hafgolutíma - en datt síðan mun hraðar niður heldur en venjulegt er. Þetta þýðir einfaldlega að hafgolan hefur brugðist marga daga - sérstaklega þegar á leið.
Neðri myndirnar sýna dægursveiflu vigurvinds, sú til vinstri sýnir meðaltal allra júlímánaða áranna 2003 til 2014 - en sú til hægri meðaltal júlímánaðar 2014. Lóðréttu ásarnir sýna norðanþátt vindsins. Norðanáttin er því meiri sem punktur liggur ofar á myndinni, neðan strikalínunnar er áttin suðlæg (neikvæð norðanátt). Láréttu ásarnir sýna austanþátt vindsins. Punktar hægra megin við strikalínuna sýna austanátt - en vestanáttin er vinstra megin. Tölurnar sýna tíma dagsins - hverja klukkustund frá kl. 1 til kl. 24.
Dægursveiflan er gríðarlega regluleg á vinstri myndinni. Austanátt (mjög hæg að meðaltali) ríkir frá kl. 21 að kvöldi til kl. 7 á morgni. Hafgolan byrjar til þess að gera vestarlega en snýst síðan meira og meira til norðvesturs - og er í hámarki rétt vestan við norður á tímanum frá því kl. 14 til 16.
Myndin til hægri sýnir það sama nema fyrir júlímánuð 2014. Næturástandið er svipað á myndunum báðum - en austanáttin ríkir frá kl. 20 að kvöldi til kl. 8 að morgni. Yfir daginn er mynstrið frekar óreglulegt - hér sést hringurinn fallegi sem einkenndi meðalmyndina mun síður. Sé rýnt í smáatriði má einnig merkja að hann liggur ekki í sömu stefnu - auk þess að vera allur minni um sig.
Já, hafgolan var mun minni á Húsavík í júlí 2014 heldur en venjulegt er. Kannski er skýringin sú að skógurinn hafi vaxið upp fyrir vindáttarmælinn - til að greina á milli þeirrar skýringar og annarra væri kannski gagnlegt að líta á hafgoluhringinn í Flatey, á Mánárbakka eða í Ásbyrgi. Það verður sennilega ekki gert á þessum vettvangi. En er ekki dálítið skrýtið ef tré skýla betur fyrir hafgolunni síðdegis heldur en um hádegið?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 103
- Sl. sólarhring: 204
- Sl. viku: 2375
- Frá upphafi: 2458614
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 2191
- Gestir í dag: 86
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.