Frá Húsavík

Efni er í langa framhaldssögu - en ađeins ein mynd birtist ađ ţessu sinni. Sú sýnir mun á hita á sjálfvirku veđurstöđinni í einum af blómlegum görđum Húsvíkinga og stöđvar viđ höfnina. Í gagnagrunni Veđurstofunnar eru athuganir ekki til frá hafnarstöđinni nema í fáein ár, 2005 til 2008 - mikiđ vantar ţó í. Aftur á móti er garđstöđin mun heillegri og nćr yfir lengri tíma. 

En hér lítum viđ ađeins á hitamun stöđvanna í júlímánuđi - og einbeitum okkur ađ međalhita á heila tímanaum allan sólarhringinn.

w-blogg090814-husavik-a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tveir lóđréttir ásar eru á myndinni. Sá til vinstri sýnir međalhita - en sá til hćgri hitamun stöđvanna tveggja (athugiđ ađ skrefin eru misstór). Lárétti ásinn sýnir tíma sólarhringsins. Blái ferillinn sýnir hita á garđstöđinni - en sá rauđi hitamun stöđvanna. 

Neđan strikalínunnar er hlýrra viđ höfnina heldur en í garđinum - ţađ er frá ţví um kl. 22 ađ kvöldi og til klukkan 6 ađ morgni. Yfir nóttina fer munurinn í -0.9 stig á kvarđanum. Ađ deginum er mest 1,8 stigum hlýrra í garđinum heldur en viđ höfnina. 

Nú vitum viđ ekki hvort ţessi munur hefur breyst eftir ţví sem gróđur í garđinum hefur aukist. Kalla yrđi ađrar stöđvar til ađstođar. Samanburđur viđ Ásbyrgi gćti bent til ţess ađ í júlí í sumar hafi garđurinn á Húsavík um 0,3 til 0,4 stigum hlýrri á tímabilinu frá ţví um kl. 11 til kl. 18 heldur en međalmunur milli stöđvanna í öđrum júlímánuđum. Tilviljun getur ráđiđ ţessum mun - rétt eins og hugsanlegur aukinn gróđur. Nýliđinn júlí var óvenjuhlýr á annesjastöđvum norđanlands - hefur aldrei veriđ eins hlýr í Grímsey og sennilega (uppgjöri ekki lokiđ) á Mánárbakka ekki heldur. Húsvíska hafgolan hefur ţví ábyggilega verđiđ hlýrri en yfirleitt er.

Ţetta gćti orđiđ löng framhaldssaga um (...)  en klukkan er orđin allt of margt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Sumir fasbókarar, eflaust Húsvíkingar, urđu bálreiđir út í Harald Ólafsson ţegar hann sagđi ađ ekki vćri allt sem sýndist međ hitamćlingarnar á Húsavík sem vćru í dalverpi og annađ hitastig vćri líklega viđ höfnina. Einn sagđi ađ öfundssýki tćki á sig margar myndir!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.8.2014 kl. 12:53

2 identicon

Ţađ hefur einmitt veriđ áberandi í sumar hversu sjaldan hafgolan náđi sér á strik á Skjálfanda (ekki ţannig ađ hafgolan hafi veriđ hlý, hún bara var ekki). Sunnanvindarnir voru ćtíđ nógu sterkir til heiđa til ađ halda henni í skefjum - birtingarmyndin ţannig ađ yfir hádaginn var gjarnan hćg breytileg átt á Húsavík (eđa hćg landátt) en ekki ţessi kalda hafgola sem er alltof oft ríkjandi. Myndin hans Haraldar sagđi allt sem segja ţurfti varđandi hitann á Húsavík - mjög líklegt ađ eitthvađ sé ađ marka ţćr tölur ţar sem Flatey náđi nánast sömu hćđum (og ţar er ekki hćgt ađ kenna gróskumiklum görđum um).

Yann Kolbeinsson (IP-tala skráđ) 9.8.2014 kl. 22:28

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Yann. Í nćsta pistli á eftir ţessum er litiđ á hafgoluna á Húsavík í sumar.

Trausti Jónsson, 10.8.2014 kl. 01:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg191119b
 • w-blogg191119a
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.11.): 264
 • Sl. sólarhring: 318
 • Sl. viku: 2187
 • Frá upphafi: 1852496

Annađ

 • Innlit í dag: 240
 • Innlit sl. viku: 1856
 • Gestir í dag: 228
 • IP-tölur í dag: 221

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband