Frá Húsavík

Efni er í langa framhaldssögu - en aðeins ein mynd birtist að þessu sinni. Sú sýnir mun á hita á sjálfvirku veðurstöðinni í einum af blómlegum görðum Húsvíkinga og stöðvar við höfnina. Í gagnagrunni Veðurstofunnar eru athuganir ekki til frá hafnarstöðinni nema í fáein ár, 2005 til 2008 - mikið vantar þó í. Aftur á móti er garðstöðin mun heillegri og nær yfir lengri tíma. 

En hér lítum við aðeins á hitamun stöðvanna í júlímánuði - og einbeitum okkur að meðalhita á heila tímanaum allan sólarhringinn.

w-blogg090814-husavik-a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tveir lóðréttir ásar eru á myndinni. Sá til vinstri sýnir meðalhita - en sá til hægri hitamun stöðvanna tveggja (athugið að skrefin eru misstór). Lárétti ásinn sýnir tíma sólarhringsins. Blái ferillinn sýnir hita á garðstöðinni - en sá rauði hitamun stöðvanna. 

Neðan strikalínunnar er hlýrra við höfnina heldur en í garðinum - það er frá því um kl. 22 að kvöldi og til klukkan 6 að morgni. Yfir nóttina fer munurinn í -0.9 stig á kvarðanum. Að deginum er mest 1,8 stigum hlýrra í garðinum heldur en við höfnina. 

Nú vitum við ekki hvort þessi munur hefur breyst eftir því sem gróður í garðinum hefur aukist. Kalla yrði aðrar stöðvar til aðstoðar. Samanburður við Ásbyrgi gæti bent til þess að í júlí í sumar hafi garðurinn á Húsavík um 0,3 til 0,4 stigum hlýrri á tímabilinu frá því um kl. 11 til kl. 18 heldur en meðalmunur milli stöðvanna í öðrum júlímánuðum. Tilviljun getur ráðið þessum mun - rétt eins og hugsanlegur aukinn gróður. Nýliðinn júlí var óvenjuhlýr á annesjastöðvum norðanlands - hefur aldrei verið eins hlýr í Grímsey og sennilega (uppgjöri ekki lokið) á Mánárbakka ekki heldur. Húsvíska hafgolan hefur því ábyggilega verðið hlýrri en yfirleitt er.

Þetta gæti orðið löng framhaldssaga um (...)  en klukkan er orðin allt of margt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumir fasbókarar, eflaust Húsvíkingar, urðu bálreiðir út í Harald Ólafsson þegar hann sagði að ekki væri allt sem sýndist með hitamælingarnar á Húsavík sem væru í dalverpi og annað hitastig væri líklega við höfnina. Einn sagði að öfundssýki tæki á sig margar myndir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.8.2014 kl. 12:53

2 identicon

Það hefur einmitt verið áberandi í sumar hversu sjaldan hafgolan náði sér á strik á Skjálfanda (ekki þannig að hafgolan hafi verið hlý, hún bara var ekki). Sunnanvindarnir voru ætíð nógu sterkir til heiða til að halda henni í skefjum - birtingarmyndin þannig að yfir hádaginn var gjarnan hæg breytileg átt á Húsavík (eða hæg landátt) en ekki þessi kalda hafgola sem er alltof oft ríkjandi. Myndin hans Haraldar sagði allt sem segja þurfti varðandi hitann á Húsavík - mjög líklegt að eitthvað sé að marka þær tölur þar sem Flatey náði nánast sömu hæðum (og þar er ekki hægt að kenna gróskumiklum görðum um).

Yann Kolbeinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 22:28

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Yann. Í næsta pistli á eftir þessum er litið á hafgoluna á Húsavík í sumar.

Trausti Jónsson, 10.8.2014 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 334
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 1908
  • Frá upphafi: 2350535

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 1701
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband