Austanúrkomuhnútar

Þegar ritstjóri hungurdiska var að spá veðri hér á árum áður þótti honum austan- eða norðaustanátt með samátta lægðarbeygju í háloftunum alltaf erfið viðfangs. Jú, það mátti ganga að úrkomu austanlands nokkuð vísri - en spár um úrkomu, nú, eða þurrk, voru líkar happdrætti. Og margar urðu hauspokaspárnar. 

Kannski er þetta þannig enn - það ætti að vera þurrt á Vestur- og Suðurlandi en er það ekki endilega. Snúningur vinds með hæð er merki um að heiðarleg veðurkerfi séu á ferðinni - en þegar vindátt er svipuð uppi og niðri er verra við að eiga. 

Þannig er þetta þessa dagana. Það er austan- og norðaustanátt og eiginlega ætti að vera alveg þurrt suðvestanlands og jafnvel bjart veður - en er það bara ekki - alla vega ekki samfellt.

Kortið sýnir spá hirlam-líkansins um sjávarmálsþrýsting, 6 klst úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum um hádegi á laugardag (9. ágúst). Kortið verður talsvert skýrara sé það stækkað.

w-blogg080814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allmikið lægðarsvæði er milli Íslands og Bretlandseyja - í kringum það snúast minni lægðir og úrkomuhnútar - flestir þeirra þurfa að koma við hér á landi. Einn gekk hjá í dag (fimmtudag) og olli rigningu víða um landið sunnanvert - annar kemur á morgun (föstudag) - hvar og hve mikið rignir úr honum er ekki gott að segja - laugardagshnútinn má á kortinu sjá við Suðausturland. Svo er lítil lægð við Vestur-Noreg - hún á á stefna hingað með sína úrkomu á sunnudag. Hvað svo verður eftir það látum við liggja á milli hluta.

En hvað með það - rigningin er ekki samfelld - og enginn sérstakur kuldi er í lofti - þótt almennt sé spáð heldur kaldara veðri næstu daga en var í dag (fimmtudag) og í gær (miðvikudag). Það má sjá af legu 0 stiga jafnhitalínunnar í 850 hPa yfir landinu (rauð strikalína). Heimskautaloftið sem angraði okkur fyrir nærri viku er nú víðs fjarri - til allrar hamingju. Sjá má lítinn -5 stiga hring ekki fjarri Svalbarða.  

Og það telst til tíðinda í sumar að úrkoman í Reykjavík það sem af er mánuði er enn undir meðallagi (en ekki nema rétt svo).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 153
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 1978
  • Frá upphafi: 2350714

Annað

  • Innlit í dag: 142
  • Innlit sl. viku: 1770
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband