Af háum og lágum sjávarhita

Eins og fram kom í pistli á hungurdiskum fyrir nokkru er sjávarhiti nú óvenju hár undan Norđurlandi - en lágur á litlu svćđi eystra. Sá lági hiti er ţó varla óvenjulegur. Fyrir norđan blandađist yfirborđssjór nokkuđ í hvassviđrinu í upphafi mánađarins svo minni munur er nú (en var fyrir 10 dögum) á yfirborđshita sem mćldur er úr gervinhnöttum og sjávarhita viđ Grímsey - hann er mćldur af Veđurstofunni í samvinnu viđ Hafrannsóknastofnun.

Viđ lítum á tvö kort - annađ ţeirra er gróft klippt út úr greiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar og sýnir vik sjávarhita í dag, 14. júlí, frá međallagi. Ekki liggur á lausu hvert viđmiđunartímabiliđ er - trúlega síđustu 11 til 15 ár - alla vega hlýr tími.

w-blogg150714iaa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hiti fyrir sunnan land er hér nćrri međallaginu, í kringum 1 stigi ofan međallags undan Vesturlandi og Vestfjörđum en 3,5 til 4,0 stigum ofan ţess undan austanverđu Norđurlandi. Kaldsjórinn sem „á“ ađ vera ţarna - er ţađ greinilega ekki.

Aftur á móti er hiti -2,5 til -3,0 undir međallagi á litlu svćđi viđ Austfirđi. Líklega er ţarna eitthvađ uppstreymi kaldari sjávar.

En lítum líka á hvađa hita er hér veriđ ađ tala um. Til ađ sjá ţađ nöppum viđ korti dagsins úr evrópsku tilraunahaflíkani (myocean)

w-blogg150714ia

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kortiđ sýnir yfirborđshita og strauma. Hér kemur í ljós ađ yfirborđshiti á kalda blettinum er innan viđ 6 stig, en yfir 10 stig fyrir norđan. Í innanverđum Faxaflóa segir líkaniđ (og mćlingar gervihnatta) sjávarhitann vera um 12 stig.

Viđ skulum taka ţessu öllu međ hćfilegri varúđ - munandi annars vegar ađ líkön lifa í eigin heimi og hins vegar ađ haffrćđi er í jađri ţćgindasviđs hungurdiskaritstjóra.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1513
  • Frá upphafi: 2348758

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1319
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband